Nauta-bratwurst, rösti-kartöflukaka og ljúffeng lauksósa

Lisa Boije kann að meta heimilislegan og notalegan mat. Þessi …
Lisa Boije kann að meta heimilislegan og notalegan mat. Þessi uppskrift er frá þeim hjónum í Matarbúrinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þessi uppskrift er einföld og mjög góð. Pylsurnar eru skemmtilega kryddaðar og innihalda einungis fyrsta flokks hráefni en Þórarinn Jónsson og Lisa Boije, eigendur kjötvöruversluninnar Matarbúrið, framleiða pylsurnar sjálf.

Uppskriftin dugar fyrir fjóra en það má einnig vel skera pylsurnar niður og bera fram sem fingramat með góðu sinnepi eða chilisultu.

Rösti-kartöflukaka

1 kg kartöflur (forsoðnar/frá deginum áður)
1 tsk. salt
3 msk. repjuolía eða sólblómaolía
100-150 g beikonteningar (má sleppa)

Skrælið kartöflurnar og rífið með grófu rifjárni niður í skál.
Saltið og bætið beikonteningum við ef nota skal beikon.

Hitið olíu á pönnu, setjið rifnu kartöflurnar á pönnuna og steikið á lágum hita í 10-15 mín., hrærið af og til. Þjappið kartöfunum saman á pönnu svo úr verði ca. 1,5 cm þykk kaka.

Steikið á lágum hita í ca. 20 mín. þangað til kakan er orðin fallega brún og gætið að hreyfa ekki við „kökunni“. Setjið matardisk ofan á kökuna og snúið henni þannig við og steikið í 20 mín. á hinni hliðinni.

Bratwurst og lauksósa

4 stk. nauta-bratwurst Matarbúrsins
3-4 stk. miðlungslaukar skornir í tvennt og svo í sneiðar
smjör 1-2 msk.
hveiti 1 msk.
tómatpúrra
2 dl rauðvín
4 dl nautakraftur
salt og pipar

Steikið eða grillið bratwurst-pylsurnar í 8-10 mín. og haldið heitum í ofni á lágum hita.Steikið laukinn í smjöri í nokkrar mín. Stráið hveitinu yfir og hrærið. Bætið tómatpúrru út í og steikið í 2 mín.

Hellið rauðvíninu yfir og nautakraftinum líka. Látið malla í 20 mín. eða lengur, allt eftir því hvað maður vill hafa sósuna þykka. Saltið og piprið.
Gott meðlæti er piparrótarsinnep.

Pylsurnar eru mjög bragðgóðar en tilvalið er að grilla þær …
Pylsurnar eru mjög bragðgóðar en tilvalið er að grilla þær og skera í litla bita og bera fram með sinnepi eða chilísultu sem fingramat. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert