Hættulegir hnífar innkallaðir

Hnífarnir hafa verið vinsælir í amerískum verslunum á borð við …
Hnífarnir hafa verið vinsælir í amerískum verslunum á borð við Kohl´s, Macy´s, Amazon og J.C.Penney og voru seldir frá október 2008 til desember 2016.

Getur verið að hnífarnir þínir séu mun hættulegri en þú heldur? Hnífaframleiðandinn Calphalon hefur innkallað meira en tvær milljónir hnífa eftir að meira en 3.000 tilkynningar um brotna hnífa og 27 tilfelli þar sem fingur eða hendi var nærri farin af. Þar sem innkaup erlendis og í gegnum vefverslanir hafa stóraukist hérlendis er ekki slæm hugmynd að fara yfir hnífasafnið og athuga hvort umræddur hnífur leynist þar en ekki er vitað til þess að hnífarnir hafi verið seldir hérlendis.

Hnífarnir hafa verið vinsælir í amerískum verslunum á borð við Kohl´s, Macy´s, Amazon og J.C.Penney og voru seldir frá október 2008 til desember 2016.

Hægt er að finna ítarlegan lista yfir þær gerðir sem verið er að innkalla HÉR því hnífur er ekki bara hnífur. Hann gæti verið stórhættulegur hnífur.

Þessi hnífur er hættulegri en þig grunar.
Þessi hnífur er hættulegri en þig grunar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert