Kanntu að skera lambalæri?

Mikilvægt er að fara varlega og reyna að hafa sneiðarnar …
Mikilvægt er að fara varlega og reyna að hafa sneiðarnar jafnar. Hér er verið að skera þær af beininu. The Kitchn.com

Það er ákveðið þroskamerki að kunna að skera lambalæri sæmilega. Margur telur sig kunna það en endar á því að hálf-slátra lærinu fyrir framan skelfingu lostna gestina. Það er því lykilatrið að kunna til verka og hér birtum við skotheldar leiðbeiningar sem enginn ætti að klúðra.

Það sem þú þarft:

Eitt eldað læri á beini

Áhöld:

  • Beittur skurðarhnífur
  • Skurðarbretti, helst með skurðarraufum fyrir safann
  • Lekker diskur
  • Álpappír

Leiðbeiningar

  1. Horfðu á lærið. Beinið liggur langsum eftir lærinu og á því eru tveir stórir vöðvar. Reyndu að finna staðinn þar sem vöðvarnir liggja saman.
  2. Skerðu kjötið í sneiðar á lærinu þar sem vöðvinn er þykkastur. Þannig skerðu kjötið í jafnar sneiðar og skerð alveg niður að beini. Kjötið ætti að haldast fast á beininu.
  3. Haltu áfram að skera. Það eru allar líkur á að þú standir þig ágætlega.
  4. Skerðu sneiðarnar af beininu. Þegar búið er að skera allt lærið í sneiðar skaltu snúa hnífnum þannig að hann sé samsíða beininu í stað þess að vera þversum. Byrjaðu fjærst þér og skerðu sneiðarnar þar sem þær mæta beininu. Reyndu að vera eins nálægt beininu og kostur er til að sem minnst fari til spillis.
  5. Flyttu sneiðarnar yfir á lekkera diskinn. Settu álpappír yfir til að kjötið haldist heitt.
  6. Kláraðu verkið. Skerðu afganginn af lærinu, þ.e. hina hliðina. Gæti verið dáldið skrítið af því að nú ertu orðinn vanur hinu handverkinu en það er öðruvísi að skera kjötið hinu megin frá.
  7. Snyrtu beinið. Það verða ábyggilega kjötbitar hangandi á beininu þegar þú lýkur þér af. Skerðu þá snyrtilega af og þó að þeir passi kannski ekki á lekkera diskinn þinn eru þeir gómsætir til átu og ber að varðveita.

Nú ertu orðinn skurðarmeistari. Njóttu vel.

Þetta lítur alls ekki út fyrir að vera erfitt og …
Þetta lítur alls ekki út fyrir að vera erfitt og mundu að æfingin skapar meistarann. The Kitchn.com
Hér má sjá lærið áður en það er skorið af …
Hér má sjá lærið áður en það er skorið af beininu. Takið eftir því hvað það er fallega skorið. The Kitchn.com
Skurðurinn gengur vel eins og sjá má.
Skurðurinn gengur vel eins og sjá má. The Kitchn.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert