Þetta borðar Katrín hertogaynja

Katrín Middleton kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu.
Katrín Middleton kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu. Skjáskot dailymail.com

Við getum ekki öll verið konungborin en við getum hugsanlega borðað eins og frægasta hertogynja í heimi þökk sé hinni stórkostlegu síðu Delish. Hannah Dolin blaðamaður vefsíðunnar vinsælu lagðist í heilmikla vinnu við að finna út hvað Katrín hertogaynja af Cambridge kýs að borða. Fyrir skemmtu birti matarvefurinn matarvenjur drottningarinnar sjálfar en frú Elísabet bretadrottning setur sko ekki hvað sem er ofan í sig en hún hefur sem dæmi dálæti á kampavíni og morgunkorn.

Aðhaldseðilinn…
Katrín og Elísabet hafa þó mjög frábrugðinn matarsmekk. Samkvæmt heimildum heldur Katrín sig við matarræði með háum hlutfalli prótína og lágu kolvetnisinnihaldi þegar hún vill létta sig. Með fitulitlu próteinríku fæði blandar hún heilhveiti afurðum, grænmeti og ávöxtum. Hún ku hafa aðhyllst Dukan mataræðinu sem Jennifer Lopez og Gisele Bundchen hafa mælt með þegar hún var að koma sér í form fyrir brúðkaup sitt. Móðir Katrínar hefur einnig mælt með kotasælu og rækjum sem góðum prótíngjafa.

Katrín hertogaynja hugar vel að því sem hún setur ofan …
Katrín hertogaynja hugar vel að því sem hún setur ofan í en elskar þó engu að síður gotterí eins og karamellubúðing. delish.com

Hrátt…
Hertogaynjan er hrifin af hráfæði en blandar því við hefðbundið fæði. Katrín raðar í sig ceviche (hrár fiskur), goji berjum, vatnsmelónusalati, möndlumjólk og grænmetisréttinum tabbouleh.

Katrín borðar vel af hráfæði og er rétturinn tabbouleh í …
Katrín borðar vel af hráfæði og er rétturinn tabbouleh í miklu uppáhaldi. tablespoon.com

Gegn ógleði…
Þegar Katrín var ólétt átti hún við mikla ógleði að stríða og gekk illa að þyngjast. Hún vann bug á því með því að borða vel af hafragraut, avókadó og berjum. Hún er er einnig sögð hafa reynt dáleiðslu til að vinna bug á morgunógleðinni.

Fjölskylduuppskriftir…
eru í miklu uppáhaldi hjá hertogaynjunni. Sem dæmi útbjó hún chutney eftir frægri uppskrift frá ömmu sinni og færði drottningunni fyrstu jólin sem hún eyddi með fjölskyldunni. Hún viðurkenndi fyrir fjölmiðlum að hún hefði verið stressuð að færa drottningunni krukkuna að gjöf en létti þegar hún sá hana á matarborðinu daginn eftir.

Katrín bjó til chutney handa Elísabetu drottningu.
Katrín bjó til chutney handa Elísabetu drottningu. Skjáskot Daily Mail

Ævintýragirnin á sinn stað….
Katrín og eiginmaður hennar Vilhjálmur prins eiga sér villtari hlið hvað varðar mat. Þau hafa sést á matarhátíðum og eru óhrædd við að prufa frumlega og oft undarlega rétti. Hjónin brögðuð í ferð sinni um Kanda á geoduck skelfisk með mísó-sinnepssósu sem verður að teljast nokkuð hugað því umræddur skelfiskur er líklega einn ógirnilegasti íbúi hafsins. Katrín tjáði sig ekki mikið um bragðið en sagði „Þetta er mjög óvenjulegt.“  Það getur ekki boðað gott!

Geoduck skelfiskurinn er mjög ófrýnilegur.
Geoduck skelfiskurinn er mjög ófrýnilegur. delsih.com

Heima fyrir….
Katrín þykir afbragðs gestgjafi og heldur gjarnan matarboð og leggur mikið upp úr því að fjölskyldan setjist saman að kvöldverði. Hún eldar þá gjarnan karrýrétti en slíkir réttir eru ákaflega vinsælir í Bretlandi og er Tikka Masala þjóðarréttur Breta.

Eftirréttirnir…
Það er ekki nema von að fólk víða um heim dái og dýri hertogaynjuna enda er hún svo viðkunnanleg að sjá og elskar, rétt eins og flestir aðrir, eftirrétti. Klístraður karamellubúðingur er breskt hnossgæti sem hún hefur miklar mætur á og býður gjarnan upp á þegar fjölskyldan hittist. Sætabrauð fyllt með ávöxtum er einnig vinsælt á hennar heimili. Á jólunum er boðið upp á svokallaðan jólabúðing og breska ávaxtaköku. Þess á milli er hún þekkt fyrir að lauma góðgæti að börnum sínum og kann vel að meta sælgæti.

Í stutt máli sagt þá borðar Katrín nokkuð fjölbreytt allt frá viðbjóðslegum skelfisk yfir í karamellubúðing og karrýrétti. Hún er dugleg að elda sjálf og engin tepra eins og myndin af skelfisknum hér að ofan sannar.

Breskur sticky pudding er í raun hálfgerð kaka.
Breskur sticky pudding er í raun hálfgerð kaka. Skjáskot guim.co.uk
Smá rauðvín fellur líka vel í kramið hjá hjónunum.
Smá rauðvín fellur líka vel í kramið hjá hjónunum. delish.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert