Ragnhildur tók eldhúsið í gegn

Fyrir og eftir breytingar hjá Ragnhildi. Skáparnir ná nú alla …
Fyrir og eftir breytingar hjá Ragnhildi. Skáparnir ná nú alla leið upp í loft og rúma mun meira í stað þess að safna ryki að ofanverðu. mbl.is/Ragnhildur R.

Ragnhildur Ragnarsdóttir er orkumikil og skemmtileg hafnfirsk blómaskreytingakona. Hún á tvo syni, fjögur barnabörn og starfar í hlutastarfi hjá Krista design. Ragnhildur tók nýlega eldhúsið sitt í gegn með einstaklega fallegri útkomu. Matarvefurinn forvitnaðist um framkvæmdirnar.

Ragnhildur er mikill fagurkeri.
Ragnhildur er mikill fagurkeri. mbl.is/Ragnhildur R

„Ég er mikill aðdáandi FixerUpper-þáttanna og það kom klárlega innblástur þaðan, er mjög hrifin af þeirra stíl, sem hentar mér vel. Elska að blanda saman nýju og gömlu. Svo ég mæli með þeim þáttum til að fá innblástur og hugmyndir fyrir þá sem eru hrifnir af svona hönnun,“ segir Ragnhildur sem er mjög sniðug í útfærslum og endurnýtingu.

Margir hafa spurt mig hvar ég hafi fengið hillurnar tvær á veggnum, en sagan á bak við þær er sú að ég keypti borðstofuborð í Ilvu, vitandi að það væri of langt. Skutlaðist með borðplötuna á verkstæði og lét stytta hana í báða enda og notaði það sem hillur. Finnst það koma vel út og tengir þetta allt saman.“

Hillurnar eru afsagaðir endar af borðstofuborði sem var of langt.
Hillurnar eru afsagaðir endar af borðstofuborði sem var of langt. mbl.is/Ragnhildur R.
Hver hannaði eldhúsið?
„Ég hannaði það nú bara sjálf, hafði ákveðnar skoðanir á hvernig ég vildi hafa þetta og svo útfærði yngri sonur minn þetta með mér.“

Hvað var haft í huga við hönnun þess ?
„Það sem var efst á lista hjá mér var auðvitað að opna út í borðstofurýmið. Mér fannst gamla eldhúsið of langt og mjótt og allt of lokað af.  Mér þótti slæm nýting á plássinu, áður var borðkrókur og svo annað stórt borðstofuborð í litlu rými sem mér þótti með öllu tilgangslaust og vildi frekar vera með eitt stórt almennilegt borðstofuborð og nýta frekar plássið. Ég vildi hafa eingöngu útdraganlegar skúffur í neðri skápum, stóran búrskáp og efri skápana alveg upp í loft. Einnig var ég ákveðin í því að hafa þetta hvítt, þar sem íbúðin er ekki stór, svo eldhúsið yrði ekki of „frekt“ þarna.“

Áður skildi veggur að borðstofuna og eldhúsið.
Áður skildi veggur að borðstofuna og eldhúsið. mbl.is/Ragnhildur R.

Kostaði eldhúsið meira eða minna en þú gerðir ráð fyrir?
„Kostnaðurinn er ósköp svipaður og ég átti von á. Innréttingin er frá Ikea og þar veistu nákvæmlega hvað hver einasti hlutur kostar og engir bakreikningar þar. “


Hvað tóku framkvæmdirnar langan tíma?
„Synir mínir mættu hér þann 27. desember, vopnaðir kúbeinum og tilheyrandi verkfærum, brutu niður vegginn og fjarlægðu gömlu innréttinguna. Svo var þetta gert svona þegar tími gafst, aðeins um helgar í nokkra tíma í senn, svo þetta hefði kannski getað tekið styttri tíma ef ég hefði tekið þetta af fullum krafti með iðnaðarmenn í 100% vinnu, en þegar svona er gert meðfram almennri vinnu þá sýnir maður óstjórnlega ró og þolinmæði. Enn þá eru nokkur verkefni eftir í þessu, setja upp ljósin undir efri skápana, koma viftunni fyrir og nokkrir frágangslistar, svo þetta klárast fljótlega.“

Ertu með ábendingar til þeirra sem stefna á slíkar framkvæmdir?
„Það er gott að fá aðstoð við að hanna svona rými, ef þú treystir þér ekki til þess sjálf. Ekki flýta sér of mikið, betra að liggja svolítið lengur yfir teikningunum og reyna að sjá sjálfan sig í anda vinna í eldhúsinu. Hugsa fyrir öllum stóru hlutunum, hvar þú geymir hlutina og hvort það muni virka vel þegar farið er að vinna í eldhúsinu.“


Hvað ertu ánægðust með?
„Ég er ánægðust með þessa miklu breytingu á því að losna við vegginn sem skildi að eldhús og borðstofuna. Núna virkar allt rýmið svo miklu stærra og bjartara og ekki síst að geta séð og heyrt í gestunum en ekki vera lokuð af inni í eldhúsi verandi með fólk inni í stofu. Lýsing skiptir mig miklu máli og við ákváðum að smíða ljósakappa fyrir ofan eyjuna. Þegar veggurinn fór var auðvitað stórt sár í loftinu sem þurfti að laga. Þá kom sonurinn með þá hugmynd að smíða stokk/ljósakappa þar, sem bæði felur sárið í loftinu og gefur mér góða og fallega vinnulýsingu. Lét svo setja dimmer á öll ljósin, því ég er „sökker“ fyrir kertaljósum og fallegri birtu. Ég er mjög ánægð með útkomuna og gæti í raun ekki verið sáttari.“

Innrétting : Ikea.
Borðplötur: Fanntófell.
Flísar: Álfaborg.
Eldhúsið var lítið og lokað af áður en Ragnhildur opnaði …
Eldhúsið var lítið og lokað af áður en Ragnhildur opnaði á milli inn í borðstofuna. mbl.is/Ragnhildur R.
Gamla innréttingin.
Gamla innréttingin. mbl.is/Ragnhildur R.
Veggurinn farinn!
Veggurinn farinn! mbl.is/Ragnhildur R.
Synir Ragnhildar sáu um framkvæmdirnar.
Synir Ragnhildar sáu um framkvæmdirnar. mbl.is/Ragnhildur R.
Eldhúsið eftir breytingar.
Eldhúsið eftir breytingar. mbl.is/Ragnhildur R.
Loka útkoman er mun bjartari og skemmtilegri.
Loka útkoman er mun bjartari og skemmtilegri. mbl.is/Ragnhildur R.
mbl.is/Ragnhildur R.
mbl.is/Ragnhildur R.
mbl.is/Ragnhildur R.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert