Heitustu sumarbústaðareldhúsin

Eldavélin og eldstæðið allt er ómótstæðilegt. Bitarnir í loftinu eru …
Eldavélin og eldstæðið allt er ómótstæðilegt. Bitarnir í loftinu eru líka dásamlegir. Ljósmynd/Pinterest

Sumarbústaðir landans bíða nú spenntir eftir að það bresti á með sumri og eigendur þeirra flykkist úr á land til að slappa af og njóta sveitakyrrðarinnar. Við rýndum komandi strauma og stefnur í eldhúsum sumarhúsa en það er af nægu að taka og rómantíkin er allt um kring.

Trendin í sumarbústaðarhönnun eru í jarðlitum þetta árið og frönsku áhrifin eru mjög vinsæl. Þá erum við að tala um fallega sveitastemningu þar sem bjartir og náttúrulegir litir eru í fyrirrúmi, shaker framhliðar og "rustic" smáhlutir eins og gamlir kassar og endurunninn viður.

Það er líka sífellt að færast í aukana að fólk máli bústaðina sína og þykir mörgum það breyta ansi miklu enda verða þeir mun bjartari. Hér má hins vegar finna sér góðan innblástur fyrir komandi vorhreingerningu og yfirhalningu í bústaðnum.

Hér er „óunnið
Hér er „óunnið" lúkk á hillunum sem koma vel út. Takið eftir því hvað allir hlutir eru stóri (engir smáhlutir á ferð) og hvað litapallettan er einföld. Shaker eldhúsið gefur tóninn og þetta myndi passa í hvaða sumarbústað sem er. Ljósmynd/Pinterest
Þessi eldavél er með því fallegasta sem við höfum séð. …
Þessi eldavél er með því fallegasta sem við höfum séð. Múrsteinsveggurinn er sjúklega sveitó og fallegur og litirnir á eldhúsinnréttingunni líka. Ljósmynd/Pinterest
Hér er búið að mála panelinn hvítann sem við erum …
Hér er búið að mála panelinn hvítann sem við erum að elska. Hér er notast við mjóa eyju en sniðugt er að hafa slíkar eyjur á hjólum. Shaker eldhús, stór hvítur vaskur og dáldið „industrial" ljós. Ljósmynd/Pinterest
Hér er búið að gera geggjaðan borðkrók og takið eftir …
Hér er búið að gera geggjaðan borðkrók og takið eftir að það eru engar borðfætur sem er ákaflega snjallt. Ef þið setjið fót - hafið hann í miðjunni. Ljósmynd/Pinterest
Hér er búið að klæða háfinn með verðruðum við sem …
Hér er búið að klæða háfinn með verðruðum við sem skapar ákaflega sveitalega stemningu í eldhúsinu. Ljósmynd/Pinterest
Hér er búið að mála panelinn bláan og loftið hvítt. …
Hér er búið að mála panelinn bláan og loftið hvítt. Innréttingin er brún og vaskurinn stór. Ljósmynd/Pinterest
Ákaflega sveitalegt og fallegt. Hér er borstofuborðið í miðju eldhúsinu …
Ákaflega sveitalegt og fallegt. Hér er borstofuborðið í miðju eldhúsinu sem kemur ákaflega vel út. Ljósmynd/Pinterest
Smáatriðin skipta máli.
Smáatriðin skipta máli. Ljósmynd/Pinterest
Fallegur borðkrókur sem á vel heima í hvaða bústað sem …
Fallegur borðkrókur sem á vel heima í hvaða bústað sem er. Ljósmynd/Pinterest
Fallegt er það. Nóg af bókum og blómum sem gefa …
Fallegt er það. Nóg af bókum og blómum sem gefa tóninn. Takið eftir loftinu. Ljósmynd/Pinterest
Hér er búið að setja hænsnanet í skáphurðirnar. Ákaflega sveitaleg …
Hér er búið að setja hænsnanet í skáphurðirnar. Ákaflega sveitaleg og flott lausn. Ljósmynd/Pinterest
Þessi útfærsla er keppnis. Innbyggður búrskápur sem fær örgustu skipulagsfíkla …
Þessi útfærsla er keppnis. Innbyggður búrskápur sem fær örgustu skipulagsfíkla til að falla í yfirlið. Ljósmynd/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert