Ostborgaraspaghetti sem börnin elska

Ljósmynd / Climbing Grier Mountain

Kvöldmatur er dýrðarstund og alla jafna mun skemmtilegri ef allir fjölskyldumeðlimir eru ánægðir með matinn. Flestir foreldrar kannast við bálreið börn sem neita að borða matinn sinn sama hvað tautar en þessi réttur hér ætti að sameina fjölskylduna í friði og ró.

Ljósmynd / Climbing Grier Mountain
Ostborgaraspaghetti sem börnin elska
  • 450 gr spaghetti
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 1 stór græn paprika, söxuð
  • 450 gr nautahakk
  • 250 gr rjómaostur, við stofuhita
  • 80 gr sýrður rjómi
  • 120 gr kotasæla
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • 750 ml marinara-sósa
  • 4 msk. smjör
  • 250 gr rifinn mozzarella-ostur
  • 250 gr rifinn cheddar-ostur
  • steinselja til að skreyta með
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Hitið ofninn upp í 180 gráður. Takið eldfast mót og smyrjið. Setjið vatn í stóran pott og látið suðuna koma upp. Bætið þá við spaghetti ásamt örlitlu salti og sjóðið uns það er al dente. Hellið vatninu af og látið spaghettiið bíða í stórri skál. (Gott er að setja örlitla olíu á það svo það festist ekki saman).
  2. Hitið stóra pönnu og hafið stillt á miðlungshita. Setjið ólífuolíuna, hakkið, saltið og piparinn á. Eldið kjötið uns það er ekki lengur bleikt eða í um fimm mínútur. Takið kjötið og setjið út í skálina með spaghettiinu. Setjið laukinn og paprikuna á pönnuna og steikið þar til þau eru orðin mjúk í gegn eða í um sex mínútur. Bætið grænmetinu út í skálina með hakkinu og spaghettiinu. Setjið marinara-sósuna saman við og blandið hráefninu vel saman.
  3. Næst skal blanda saman í skál rjómaostinum, sýrða rjómanum, hvítlauksduftinu og kotasælunni.
  4. Takið því næst eldfasta mótið og setjið helminginn af spaghettiblöndunni í það. Setjið því næst rjómaostblönduna ofan á og síðan afganginn af spaghettiblöndunni. Setjið líka afganginn af smjörinu ofan á og loks allan ostinn. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur og fínn.
  5. Takið út úr ofninum og skreytið með steinseljunni.
Ljósmynd / Climbing Grier Mountain
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert