After Eight-eggið er með þeim vinsælustu

Gunnar heldur sjálfur mikið upp á After Eight-eggið.
Gunnar heldur sjálfur mikið upp á After Eight-eggið. mbl.is/Golli

Úrval páskaeggja hefur aldrei verið meira hérlendis. Innlendir framleiðendur keppast við að bæta í vöruúrval sitt en þar að auki hefur smekkur landsmanna fyrir framandi innfluttum eggjum einnig stóraukist. Nettó er með mesta úrval páskaeggja hérlendis og því hitti Matarvefurinn Gunnar Egil Sigurðsson, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Nettó, og rýndi með honum í páskaeggjaflóðið. „Það sem hefur vakið mikla athygli meðal viðskiptavina eru nýjar tegundir páskaeggja undir vinsælum merkjum á borð við After Eight, M&M, Ferrero Rocher og Lindor. Svo virðist sem íslenskir neytendur séu að leita eftir tilbreytingu því þetta hefur þegar farið mjög vel af stað hjá okkur. Hin hefðbundnu íslensku páskaegg eru alltaf vinsæl en þessi nýju keppa vel við hin íslensku,“ segir Gunnar.

Smarties er með skemmtilegan eggjaleitarpakka sem snýst um að fela …
Smarties er með skemmtilegan eggjaleitarpakka sem snýst um að fela og finna egg. mbl.is/Golli
Smálegar páskafígúrur og egg eru vinsæl og henta vel til …
Smálegar páskafígúrur og egg eru vinsæl og henta vel til skreytinga. mbl.is/Golli

Gunnar er hrifinn af súkkulaðihafinu sem prýðir nú verslanirnar og segir samkeppnina harða. „Það er frekar jöfn sala á þessum íslensku en Góu-eggin hafa vaxið hvað mest á undanförnum árum og þá sérstaklega nýju eggin frá þeim, lakkríseggið,  Hraun-eggið og svo núna fyllta piparlakkríseggið. Af erlendu páskaeggjunum hafa After Eight- og Ferrero Rocher-eggin slegið í gegn og sérstaklega hjá eldri kynslóðinni. Hjá yngri kynslóðinni hafa M&M-, Mars- og Maltesers-eggin verið mjög vinsæl og ljóst að þau klárast hjá okkur um páskana.“ 

Eru hefðbundin páskaegg á undanhaldi? „Hefðbundnu eggin eiga alltaf sinn hóp sem vill halda í hefðina, hins vegar má segja að fleiri og fleiri séu farnir að vilja eitthvað nýtt og fjölbreyttari valkosti – kannski ekki alltaf það sama um hverja páska.“ Gunnar á sjálfur sitt uppáhaldsegg. „Mitt uppáhaldsegg í dag er After Eight-eggið með rjúkandi heitum kaffibolla,“ segir Gunnar en ekki fékkst uppgefið hvort hann hafi hug á að fá sér fleiri en eitt enda umkringdur súkkulaði frá öllum heimshornum. Það er því nokkuð ljóst að aldrei hefur verið meira úrval af páskaeggjum til sölu hérlendis. 

Quality Street-eggin kveikja án efa í mörgum.
Quality Street-eggin kveikja án efa í mörgum. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka