Eldhúsin hennar Sesselju – fyrir og eftir

Sesselja stýrir innanhúshönnun undir merkinu Fröken Fix.
Sesselja stýrir innanhúshönnun undir merkinu Fröken Fix. Mynd af Sesselju/Saga Sig

Sesselja Thorberg innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix hefur í fjölda ára hannað hýbíli og vinnustaði Íslendinga. Þótt margir kannist jafnvel við hana úr sjónvarpsþáttum og bókaútgáfu vita færri að þar er á ferð kona sem hefur hannað og verkstýrt fyrir marga af stærstu vinnustöðum borgarinnar, þar á meðal Seðlabanka Íslands, aðalskrifstofur VÍS, Kjörís og Brim. Sesselja hefur einnig verið iðin við hönnun heimila og tekið fjölmörg eldhús í gegn. Hún þykir skera sig úr með líflegan stíl og óvenjulega litanotkun og því fannst okkur upplagt að fá hennar álit á því hvað gott eldhús þurfi að hafa.

Hver eru algengustu mistökin við hönnun eldhúsa?

„Algengt er að fólk klikki á að greina nákvæmlega niður hvað það þarf áður en það fer af stað, því auðvitað er mikilvægast að eldhúsið þjóni sínum tilgangi fyrir fjölskylduna.

Verklínurnar. Þegar þú vinnur í eldhúsinu ættir þú að finna út hvernig best er að skipuleggja. Eru skápar/skúffur undir glösin og diskana langt frá uppþvottavélinni, hvar setur þú innkaupapokana til þess að raða inn í ísskápinn og þess háttar pælingar eru nauðsynlegur hluti áður en farið er að spá í útlitinu.“

Þegar fólk leitar til þín með að láta hanna eldhús – hvað er mesta áskorunin?

„Að slá í gegn auðvitað! Ég vil alltaf slá í gegn! En án gríns þá er kannski mesta áskorunin alltaf að fá viðskiptavininn til þess að treysta því að ég beri alltaf hag hans fyrir brjósti og að ég leggi mig fram til þess að gera svæðið eins og hann vill hafa það. Maður þarf alltaf að komast aðeins „inn fyrir múrinn“. Það kemur þó yfirleitt fljótlega því yfirleitt er fólk búið að kynna sér verk mín og veit því að hverju það gengur.“


Hver eru heitustu eldhústrendin sem stendur?

„Hvítu eldhúsin sem hafa tröllriðið öllu síðustu ár eru dálítið að detta út þó auðvitað sé um klassískt útlit að ræða. Mér finnst eftirspurnin vera meira í „huggulegri“ kantinum. Allt frá sveitastílnum yfir í eldhús sem hönnuð eru út frá persónulegum stíl viðkomandi.

Gráir og blágráir tónar eru það sem koma skal og borðplötur eru ekki lengur bara timbur eða steinn heldur eru góðar plastplötur í óvenjulegum litum/mynstri eða jafnvel húsgagnadúkar.

Grár er mjög vinsæll um þessar mundir að sögn Sesselju …
Grár er mjög vinsæll um þessar mundir að sögn Sesselju og þá helst hlýrri tónar. skjáskot/pintrest.com

Lumar þú á góðum ráðum fyrir þá sem vilja hressa upp á eldhúsið en ekki umbreyta öllu?

„Að skipta um bakflísar, mála og skipta um höldur er klassískt ráð sem gerir ótrúlega mikið. Að skipta út borðplötunni og vaskinum umbreytir oft miklu. Ef innréttingin er í lagi og uppfyllir þarfir fjölskyldunnar/vinnustaðarins þá er óþarfi að skipta henni út.“


Uppáhaldseldhúsinnréttingaverslunin þín?

„Ég er mjög mikið að teikna og hanna sjálf innréttingar og láta smíða þær. Þá fær viðskiptavinurinn „Fix“-útlitið – ef hann er að sækjast eftir slíku. Ég notast líka mikið við Ikea en er einnig mjög hrifin af innréttingunum frá Parki svo eitthvað sé nefnt.“

Gólfefni á eldhús – hvað er smart?

„Ef mögulegt er þá finnst mér best að hafa sama gólfefni á allri íbúðinni. Ef börn eru á heimilinu leitast ég eftir gólfefnum sem sést ekki mikið á því annars er maður bara að skúra allan daginn. Ég er mjög hrifin af HydroCork þar sem hann er dregur í sig hljóð, glasið brotnar ekki ef það dettur í gólfið og það er rakavarið.“

Hér gefur á að líta HydroCork-gólfefni sem Sesselja hefur miklar …
Hér gefur á að líta HydroCork-gólfefni sem Sesselja hefur miklar mætur á. skjáskot Pintrest.com/


Flísar eða ekki? Og ef ekki flísar á eldhúsvegginn hvað þá?

„Þegar stórt er spurt! Ég er hrifin af flísunum en er ekkert endilega að taka það alla leið. Gler er líka skemmtilegt að nota og ég hef líka mikið notað spegla í gráu, gylltu og sýrðu útliti. Ég met auðvitað hvað er best að nota hverju sinni og ætti alltaf að hugsa slíkt út frá stærð eldhúss, notkun og náttúrulegri birtu,“ segir Sesselja en hér að neðan gefur að líta nokkur falleg eldhús sem hún hefur hannað. Takið eftir ískælinum sem hún lét sérsmíða í starfsmannaeldhús Kjöríss. 

„Valdi­mari, fram­kvæmda­stjóra Kjöríss, fannst al­veg absal­út verða að vera ís­st­and­ur sem myndi vera í eld­hús­inu svo starfs­menn gætu fengið sér bæði kúluís (kæl­ir ofan á borði) og frost­p­inna hvenær sem er svo ég teiknaði það inn og lét smíða þetta hjá Frost­verk. All­ir sjúk­lega ánægðir og er fund­ar­gest­um starfs­manna boðið annaðhvort ís eða kaffi á fund­um. “

Ískælir og frystir fyrir íspinna. Fullkomið eldhús!
Ískælir og frystir fyrir íspinna. Fullkomið eldhús!
Valdimar framkvæmdastjóri Kjöríss skellir í nokkrar kúlur úr kælinum góða.
Valdimar framkvæmdastjóri Kjöríss skellir í nokkrar kúlur úr kælinum góða.
Fyrirmynd af eldhúsi sem Sesselja tók í gegn.
Fyrirmynd af eldhúsi sem Sesselja tók í gegn.
Hér er búið að mála, skipta um flísar og borðplötur …
Hér er búið að mála, skipta um flísar og borðplötur og fjarlægja hornskáp til að létta á eldhúsinu. mbl.is/Íris Stef
„Hér er annað lítið eldhús sem ég gerði þar sem …
„Hér er annað lítið eldhús sem ég gerði þar sem ljósgrá innrétting helst í hendur við fjörugar flísar og persónulegan stíl viðskiptavinarins.“ mbl.is/Íris Stef
Hér sleppir Sesselja flísunum og lætur vegginn njóta sín í …
Hér sleppir Sesselja flísunum og lætur vegginn njóta sín í litlu eldhúsi í Reykjavík. mbl.is/Íris Stef
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert