Vélmenni sendast með pítsur fyrir Domino‘s

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's.
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's. mbl.is/Styrmir Kári

Síðasta áratug hafa hlutabréf í Domino‘s farið yfir verðgildi Apple, Google, Amazon og Facebook. Ástæðan er nokkuð einföld. Þeir breyttu uppskriftinni og fóru að gera bragðbetri pítsur. Nú er það heimsklassa tækniþróun fyrirtækisins sem vekur athygli og heldur hlutabréfunum enn glóðvolgum.

Vélmennin komast að hámarki upp í 6 km/klst. og búist …
Vélmennin komast að hámarki upp í 6 km/klst. og búist er við að meðal sending taki um 15-30 mínútur fyrir lengri vegalengdir. /dominos.com

„Við höfum reynt að finna dróna hérna heima sem gætu farið með pítsur í heimsendingar, því ég á mér draum að prófa að senda pítsu til Egilsstaða eða Vestmannaeyja. Því miður hefur það ekki gengið upp en vonandi einn daginn! Hvað tækninýjungar varðar höfum við farið hóflega í þær en þó er á planinu að bjóða upp á heimsendingu með rafhjólum á þeim stöðum sem það væri hægt. Aðrir Domino‘s-markaðir eru frábrugðnir okkar þar sem heimsendingarhlutfall er mun hærra en hér og því eru þeir duglegri í að þróa sig áfram þar,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino's á Íslandi.

Sprotafyrirtækið Starship Technologies mun stýra vélmenna-framkvæmdinni í völdum þýskum og hollenskum borgum. Vélmennin munu sendast á heimili sem eru innan við mílu fjarlægð frá Domino‘s-stöðunum sem viðkomandi flatbaka er pöntuð frá. Þróun á drónasendingum er enn í gangi svo spennandi verður að sjá hvort vélmennin eða drónarnir munu standa sig betur. Byrjað verður með fimm vélmenni en stefnt er að því að bjóða upp á vélmennasendingu í öllum Domino‘s-borgum Evrópu áður en langt um líður. Anna Fríða og félagar hjá Domino's halda svo áfram að vinna í drónamálinu hérlendis svo það er aldrei að vita nema að pítsur fljúgi hérlendis áður en langt um líður.

Domino's-vélmennin munu hefja störf í Hollandi og Þýskalandi á næstu …
Domino's-vélmennin munu hefja störf í Hollandi og Þýskalandi á næstu vikum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert