App sem auðveldar innkaupin

Wunderlist er mjög einfalt og þæginlegt. Engir krumpaðir innkaupalistar!
Wunderlist er mjög einfalt og þæginlegt. Engir krumpaðir innkaupalistar! mbl.is/skjáskot clickx.be

Wunderlist er ákaflega þægilegt snjallforrit (app) sem kostar ekkert og má nálgast fyrir snjallsíma. Þetta tiltekna app hefur reynst ákaflega vel til að auðvelda matarinnkaup heimila. Hér kemur brot af því sem snjallforritið gerir. Maðurinn minn er tölvunarfræðingur en hann kom mér upp á þetta forrit sem ég get nú alls ekki verið án.

Deilir með heimilisfólkinu
Þú býrð til lista sem þú getur svo deilt til dæmis með maka þínum. Þannig má koma í veg fyrir að sami hluturinn sé keyptur tvisvar. Fólk smellir einfaldlega inn á listann því sem á að kaupa og sá sem fer og verslar hakar það út. Það getur þó verið sniðugt að taka hljóðið af því fólk hefur lent í því að sitja fund og símir pípir stanslaust því makinn er að haka við á listanum. Það störðu sum sé allir á mig á fundinum og ég leit í ofboði á símann. Hélt að barnið mitt hefði fótbrotnað en þá var sambýlismaðurinn bara að hamast í grænmetiskælinum.

Það er einnig hægt að deila völdum listum með stærri hópum t.d. verkefnalista fyrir sumarbústaðarferð með vinahópnum.


Undirliðir
Undir hverjum innkaupalið má skrá fleiri verkefni svo sem nánari lýsinu á því sem á að versla eða smella inn heilli uppskrift.

Algeng innkaup
Einnig má renna í gegnum það sem keypt var síðast til að setja aftur inn algeng innkaup.


Aðrir listar
Það má vel setja inn allskonar aðra verkefnalista eða sérlista yfir hinar ýmsu verslanir eins og apótek, matvöruverslun og Ikea svo eitthvað sé nefnt.

Hér má sjá verkefna- og innkaupalista sem appið geymir. Sumum …
Hér má sjá verkefna- og innkaupalista sem appið geymir. Sumum listu er deilt með fleirum en stofnanda. mbl.is/TM
mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert