Glamúr á páskaborðið

Una Guðmundsdóttir eigandi Borð fyrir 2 er litaglöð að eðlisfari …
Una Guðmundsdóttir eigandi Borð fyrir 2 er litaglöð að eðlisfari og segir tilvalið að poppa upp hvíta borðbúnaðinn mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef alltaf haft mjög gaman af fallegum hlutum og dúlliríi,“ segir Una Guðmundsdóttir, eigandi Borð fyrir 2 og Bóhó, en hún lærði innanhúshönnun á Flórída.

„Ég hef aldrei starfað við innanhússhönnun því ég fór strax út í eigin rekstur þegar ég útskrifaðist 1999 og hef rekið verslanir síðan.“ Una lifir því og hrærist í heimi fagurkera og veit ansi margt um borðbúnað. Við uppdekkun á borðinu lagði hún upp með að nota hefðbundið hvítt sparistell en notar svo litríkt stell með til að hressa upp á borðið.

Silkipappír utanum súkkulaði egg gefur borðinu aukinn lit og sjarma. …
Silkipappír utanum súkkulaði egg gefur borðinu aukinn lit og sjarma. Pippskálinn og servétturnar koma með rómantískan blæ. mbl.is/Kristinn Magnússon
Una notaði púðaversem diskamottur.
Una notaði púðaversem diskamottur. mbl.is/Kristinn
Falleg járnskál frá eistneska merkinu Shishi.
Falleg járnskál frá eistneska merkinu Shishi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Pipp-stellið hefur verið hjá mér í fjölda ára og er alltaf jafn vinsælt. Það er upphaflega í mjög sterkum litum en sumarlínan er ljósari og hlutlausari. Þetta er mjög lifandi stell og það kemur alltaf eitthvað nýtt tvisvar sinnum á ári,“ segir Una en hún notar gjarnan forréttadiska og skálar úr Pipp-línunni til að hressa við hefðbundnari stell. Gylltu hnífapörin hafa verið að ryðja sér til rúms en algjör sprenging hefur verið í þeim upp á síðkastið. „Það er gaman að blanda gylltu með til að fá extra glamúr á borðið,“ segir Una en hún notar svo servíettur og gyllt krulluband utan um páskaeggin til að tengja þau við bleika og gyllta þemað.

Diskamotturnar gefa borðinu hlýlegan blæ en þær eru í raun púðaver sem Unu fannst ríma svo vel við litaþemað. Aðspurð hvort páskaborðið hennar verði bleikt svara Una „páskaborðið mitt verður litríkt og ég fer alla leið í því,“ segir fagurkerinn.

Gyllt hnífapör taka páskamáltíðina upp á æðra plan, segir Una …
Gyllt hnífapör taka páskamáltíðina upp á æðra plan, segir Una Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eistneska járnið! Þessi fallegi vasi er úr járni og er …
Eistneska járnið! Þessi fallegi vasi er úr járni og er frá eistneska merknu Shishi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert