Jamie Oliver mælir með The Coocoo's Nest og Bergson

„Það eru dásamlegir staðir sem ég fór á í morgunmat …
„Það eru dásamlegir staðir sem ég fór á í morgunmat og voru mjög svalir, sem heita Bergson Mathús og The Coocoo's Nest,“ segir Jamie.

Eins og frægt er orðið mun stjörnu kokkurinn Jamie Oliver opna veitingahús við Austurvöll þar sem Hótel Borg er til húsa. Jamie Oliver er í viðtali í nýjasta hefti flugtímaritsins WOW Magazine þar sem hann ræðir meðal annars upplifun sína af íslenskum veitingahúsum. 

„Það eru dásamlegir staðir sem ég fór á í morgunmat og voru mjög svalir, sem heita Bergson Mathús og The Coocoo's Nest,“ segir Jamie en hann hefur aldrei komið til Íslands um sumar þó hann hafi komið í þó nokkur skipti bæði með fjölskyldunni og með vinum.

Jamie segist einnig hafa prufað Dill en hann er þó ekki sérstaklega hrifinn af mjög fínum veitingahúsum og segir konuna sína hreinlega hata slíka staði. „Einhvern veginn tókst þeim þó að ná hinu fullkomna jafnvægi á háklassa veitingahúsi án þess að gera viðskiptavini eða aðra kokka afhuga staðnum. Þegar kokkar fara út að borða vilja þeir ekkert endilega mjög mikið meðhöndlaðan og stílfærðan mat. Þessir gaurar náðu fullkomnu jafnvægi og ég naut upplifunarinnar,“ segir Jamie. Kokkurinn heimsfrægi hrósar í viðtalinu íslenskum matreiðslumönnum og veitingahúsum sem hann segir afbragðs góð. „Íslenskir kokkar eru mjög sterkir og ná vel að sameina arfleifð, menningu, staðsetningu og nýjar hugmyndir.“

Þórir Bergson kokkur og eigandi Bergson Mathús tók vel á …
Þórir Bergson kokkur og eigandi Bergson Mathús tók vel á móti Jamie Oliver. /skjáskot Instagram
The Coocoo's Nest Grandagarði 23 er ákaflega vinsæll veitingastaður en …
The Coocoo's Nest Grandagarði 23 er ákaflega vinsæll veitingastaður en meðal þekktra gesta eru Loreen, Björk og Jamie Oliver. mbl.is/Íris Ann
Jamie á Íslandi. Hann kolféll fyrir matarmenningu landsins og auðvitað …
Jamie á Íslandi. Hann kolféll fyrir matarmenningu landsins og auðvitað norðurljósunum. /skjáskot facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert