Einhyrnings-frappó sem breytir um bragð

Eins og sjá má er drykkurinn einstaklega skrautlegur.
Eins og sjá má er drykkurinn einstaklega skrautlegur. Ljósmynd/Starbucks

Það verður seint tekið af hönnuðum kaffidrykkja að þeim dettur ýmislegt í hug. Sumt er vissulega brjálaðra en annað en spennan sem búið er að byggja upp vegna nýjustu afurðar Starbucks er hreint með ólíkindum.

Drykkurinn er frumsýndur vestanhafs í dag á sumardaginn fyrsta eða 20. apríl. Drykkurinn er bleikur, blár og fjólublár og breytir um bragð. Hann er að sjálfsögðu skreyttur með rjóma og glimmersykri og hafa viðbrögðin verið mjög blendin.

Er drykkurinn sagður óheyrilega sætur, súr og líti mun betur út en hann smakkast. Einn áhugamaður um frappó-drykki hafði þetta um drykkinn að segja: „Ég bjóst við að drykkurinn væri með súru berjabragði miðað við litina í honum en grunnurinn er mangó. Glimmersykurinn er bara súrt nammi og blái liturinn í drykknum er sykursíróp. Hann bragðast engan veginn eins og einhyrningur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert