Gullhúðaður töfrasproti kostar 280 þúsund

Gullsprotinn kostar frá 280 þúsundum króna.
Gullsprotinn kostar frá 280 þúsundum króna.

Einu sinni voru öll heimilistæki hvít. Ekkert verið að flækja málin. Nú er hægt að fá nánast hvaða tæki sem er í nánast hvaða lit sem er. Undanfarin ár hafa rautt og grátt verið áberandi í hrærivélum, hraðsuðukötlum og ristavélum en nú er komið að töfrasprotunum. Þeir eru hundleiðir á litaleysinu greyin en framleiðandinn Bamix hefur tekið málin í sínar hendur auk þess sem sérstök lúxuslína var kynnt á dögunum sem skartar gullsprota.

Bamix kynnir allt í allt þrjár nýjar línur: Colorline, babyline og luxury line. Colorline og babyline eru komnar í sölu hjá okkur. Lúxuslínan fer bara í örfáar útvaldar búðir úti í heimi enda kostar hver sproti fleiri þúsundir evra,“ segir Ástríður Jónsdóttir, vef- og markaðsstjóri hjá Kokku, en umræddir lúxustöfrasprotar eru húðaðir með 18 karata gulli og kosta frá 2.400 evrum eða því sem samsvarar 280 þúsund krónum.

„Bamix er upprunalegi töfrasprotinn sem hefur verið framleiddur í yfir 60 ár sem svissnesk gæðavara. Við í Kokku eigum fastakúnna sem hafa átt sína sprota í áratugi eða síðan þeir voru seldir í Vörumarkaðnum á áttunda áratugnum og flestir sem kynnast þeim eru dolfallnir. Núna eru Bamix loksins að svara kalli markaðarins um litríkari sprota og eru að kynna hvorki meira né minna en 18 nýja liti. 10 af þeim verða seldir hjá okkur í Kokku til að byrja með,“ segir Ástríður Jónsdóttir.

Nýju litríku sprotarnir verða á 33.900 kr. og barnasettið á …
Nýju litríku sprotarnir verða á 33.900 kr. og barnasettið á 29.900 kr í Kokku.
Bamix kynnir nýja töfrasprotalínu sem kemur í 18 litum.
Bamix kynnir nýja töfrasprotalínu sem kemur í 18 litum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert