Gunni hrausti vill að þú borðir gríska jógúrt

Gunnar Már Sigfússon hefur lengi stuðlað að hollara mataræði með …
Gunnar Már Sigfússon hefur lengi stuðlað að hollara mataræði með skrifum sínum. Nýjasta rafbók hans, Miðjarðarhafsmataræðið, hefur selst vel. Hér er Gunnar ásamt eiginkonu sinni Söru Regins. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og heilsubókahöfundur, hefur mikið dálæti á grískri jógúrt. „Af hverju þú ættir að borða gríska jógúrt? Fyrir utan það að vera dásamlega kremuð og rjómakennd er gríska útgáfan af jógúrt með einstaklega há og góð hlutföll milli fitu og próteina og svo er hún auðvitað ósykruð sem er fáséð í mjólkurflokknum.“

Það er ekki auðvelt að finna hinn fullkomna morgunverð eða millimál en þessi uppskrift er ansi nálægt því að sögn Gunna. Hann fer hér yfir helstu kosti grískrar jógúrtar:

1. Grísk jógúrt er próteinrík
Hún er meira en tvöfalt próteinríkari en hefðbundin jógúrt sem þýðir að hún gefur þér meiri og lengri mettun og minnkar svengdartilfinninguna. Bættu við hana trefjum og þú eykur bæði mettunina enn frekar og minnkar snakkþörf yfir daginn.
 
2. Hún inniheldur minna magn af kolvetnum
Grísk jógúrt inniheldur minna magn kolvetna en flestar aðrar tegundir jógúrtar. Vandamálið við aðrar jógúrttegundir er auðvitað sykurinn. Hrein jógúrt inniheldur alltaf minnst magn sykurs en þegar þú ert kominn með jógúrt með bragði hækkar sykurmagnið hratt. Margar tegundir jógúrtar eru á pari við gosdrykki þegar kemur að sykurmagninu sem er 100% ömurleg staðreynd. 

Grísk jógúrt er ákaflega rjómakennd og góð.
Grísk jógúrt er ákaflega rjómakennd og góð. mbl.is/Thinkstockphotos

3. Frábær fyrir meltinguna
Jafnvægi í meltingarveginum er afar mikilvægt og til þess að það geti orðið sem best er gott að neyta „góðra baktería“. Grísk jógúrt er rík af þessum lifandi bakteríum og rannsóknir hafa sýnt að melting sem er í góðu jafnvægi þýðir sterkara ónæmiskerfi sem er besta vörnin gegn sjúkdómum. 

4. B-12 fyrir heila og taugakerfið
Grísk jógúrt inniheldur nokkuð góðan skammt af hinu lífsnauðsynlega vítamíni B-12. Vítamínið er mikilvægt að fá gegnum fæðuna og það stuðlar m.a. að góðri virkni heilans og miðtaugakerfisins. 


Nokkrar góðar hugmyndir að því hvernig þú getur borðað gríska jógúrt
- Frábær ein og sér með smá slettu af rjóma
- Góð með ferskum berjum....og smá rjóma eða möndlumjólk
- Hrærð saman með stöppuðum berjum og fryst í íspinnaform (fáránlega gott)
- Geggjuð sem köld sósa með öllum mat: Kóríander, lime og grísk jógúrt
- Frábær marinering á kjöt: fersk mynta, grísk jógúrt og hvítlaukur – frábært á lambið
- Geggjuð salatdressing: Jógúrt, fetaostur, balsamik edik – allt maukað saman, sett yfir salat

Morgungrautur Gunna hrausta

2 msk. grísk jógúrt
● 3 góðar msk. chia-fræ sem hafa legið í vatni og náð að þykkna
● 2 msk. möndlumjólk eða rjómi
● 2 msk. blönduð fræ og hafrablanda*
● má bæta við frosnum eða ferskum berjum ef þú átt þau til
● Hrærðu jógúrt, chia og möndlumjólk/rjóma vel saman. Bættu svo restinni við og njóttu.

*fræblandan er blanda af fræjum og hnetum sem þú mögulega átt til eins og muldar hnetur og möndlur og smá slurk af tröllahöfrum ásamt kókosfögum. Steiktu allt á pönnu með 1-2 msk. af kókosolíu þar til allt brúnast vel og fær bragð. Geymdu blönduna síðan í lokuðu íláti og notaðu eftir þörfum. Gott er að gera vikuskammt fyrir fram sem þýðir að þú margfaldar uppskriftina og slumpar á hráefnin.

Gunnar Már Sigfússon er menntaður kokkur og einkaþjálfi og er …
Gunnar Már Sigfússon er menntaður kokkur og einkaþjálfi og er ansi öflugur í eldhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert