Fyrrum eigandi Omnom og opnar ísbúð í góðum félagskap

Hjalti ogViggó ætla ekki að stytta sér leið í framleiðslunni …
Hjalti ogViggó ætla ekki að stytta sér leið í framleiðslunni og gera allt frá grunni. mbl.is/Árni Sæberg

Ný ísgerð opnar á komandi dögum að Laugarási 1 þar sem áður stóð til að opna Laundromat Café. Nágrannarnir eru flestir með vatn í munninum enda ærin ástæða til. Mennirnir þrír á bak við ísgerðina eru nefnilega vel þekktir gúrmetgrallarar og kunna vel til verka. Karl Viggó Vigfússon er konditor og bakari var í kokkalandsliðinu í mörg ár auk þess var hann einn af stofnendum Omnom Chocolate. Hjalti Lýðsson er lærður chocolatier og konditor. Hann vann á Michelin staðnum Søllerød Kro sem desertkokkur, var yfirkonditor á NIMB í tivoli (DK) og var nú seinast framleiðslustjóri hjá Hafliða Ragnarssyni. Síðast en ekki síst er það Jóhann Friðrik Haraldsson viðskiptafræðingur, eigandi The Laundromat Café í Austurstræti og einn af stofnendum Bryggjunnar Brugghúss á Grandagarði en seldi sig nýlega út úr þeim stað. Jóhann er mikill ástríðumaður um ís og kemur að Skúbb sem yfirsmakkari og gjaldkeri.

„Mig langar að búa til ís eins og ég fæ á Ítalíu," segir Viggó og vísar í þá unaðslegu tilfinningu sem fylgir vel gerðum ítölskum ís. „Þegar ég smakka ísinn þá lygni ég aftur augunum og hugsa vá þvílíkt bragð og áferð. Þannig byrjar þetta ævintýri. Hugmyndin af Skúbb er að gera ís sem er gerður frá grunni með bestu vörum sem völ er á og velja alltaf lífrænt ef hægt er. Við notum til dæmis lífræna mjólk frá Bíó Bú og allar aðrar vörur sem eru á boðstólnum hjá okkur eru gerðar á staðnum með sömu hugmyndafræði,“ segir Viggó. Hann leggur áherslu á að ekki sé verið að „stytta sér leið“ með því að kaupa tilbúin hráefni.

„Ef við eru erum með jarðaberjaís á  boðstólnum þá er hann gerður úr jarðaberjum enda eru við Hjalti  báðir Konditorar og við vitum að val á hráefni er ákaflega mikilvægt. Þar að auki notum við umhverfisvæn ílát undir ísinn okkar og  pappa rör í mjólkurhristinginn,“ segir Viggó en þeir félagar stefna að því að opna eftir 10 - 14 daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert