Guðdómleg eldhús Rutar Kára til leigu

Þetta fallega eldhús er í sumarhúsi hjónanna í Borgarnesi. Húsið …
Þetta fallega eldhús er í sumarhúsi hjónanna í Borgarnesi. Húsið er til leigu á Airbnb.com. mbl.is/Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir er einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins og þótt víðar væri leitað, enda með eindæmum úrræðagóð og lekker týpa. Hér deilir hún með okkur nokkrum góðum ráðum við hönnun og útbúnað sumarhúsaeldhúsa, svo sem mikilvægi þess að kaupa fjölnota borðbúnað sem nýtist til dæmis sem kaffimál en einnig undir eftirrétt eða jógúrt.

Vinnudagurinn hjá Rut er þéttskipaður enda er hún ákaflega vinsæl.
Vinnudagurinn hjá Rut er þéttskipaður enda er hún ákaflega vinsæl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rut og eiginmaður hennar Kristinn Arnarson keyptu fallegt hús við ströndina á Stokkseyri sumarið 2015 og leigja það í dag út á Airbnb.

Húsið er ákaflega eftirsótt enda einstök hönnunarperla, umvafið náttúrudýrð og humarhamingju. „Við féllum gjörsamlega fyrir húsinu og höfðum fylgst með því frá því að það var byggt árið 2010. Við heimsóttum Stokkseyri nokkuð reglulega því Fjöruborðið er einn af okkar uppáhaldsveitingastöðum. Í hvert sinn sem við komum þangað ókum við fram hjá þessu sérstæða húsi sem minnir um margt á hlöðu. Þegar við sáum húsið auglýst til sölu vorum við mætt á svæðið um leið og vorum mjög lukkuleg með að hreppa þetta hnoss.“

Aðspurð hver hafi verið helsta áskorunin, svarar Rut: Við fengum húsið fullklárað í hendur en við löguðum aðeins innra skipulagið að okkar þörfum. Mesta breytingin var líklega í eldhúsinu þar sem við skiptum m.a. um innréttingar. Helsta áskorunin fólst helst í því að gera breytingarnar á þann hátt að þær féllu að húsinu sem að innan er klætt með vönduðum kvistalausum krossvið.“

Ótrúlegt en satt er bæði innbyggður ísskápur og uppþvottavél í …
Ótrúlegt en satt er bæði innbyggður ísskápur og uppþvottavél í innréttingunni. Litavalið rímar vel við svartan sandinn í fjörunni umhverfis húsið. mbl.is/Gunnar Sverrisson
Borðstofan er í sama rými og eldhúsið á efri hæðinni.
Borðstofan er í sama rými og eldhúsið á efri hæðinni. mbl.is/Gunnar Sverrisson

Hver sentimetri nýttur

„Eldhúsið er lítið en það er samt mjög gott að vinna í því og ekki spillir fyrir að útsýnið út á sjóinn og ströndina er stórkostlegt. Þegar eldhúsið er lítið skiptir miklu máli að skipulagið sé gott og að vandað sé vel til við valið á heimilistækjum. Við erum þannig með lítinn ísskáp í innréttingunni en erum með annan stærri í þvottahúsinu á neðri hæð. Eldavélin er sambyggð með helluborði og litlum ofni og undir honum er svo lítil uppþvottavél. Þetta er mjög praktískt þar sem nýta þarf hvern sentimetra sem best. Þá slepptum við því að vera með viftu fyrir ofan eldavélina en settum upp hillu sem nýtist til að geyma borðbúnað. Allur borðbúnaður var valinn með það í huga að hann gæti verið fjölnota. Þannig geta t.d. kaffimálin auðveldlega líka verið desertskálar. Skálar sem maður notar við matreiðslu geta líka notast sem morgunverðarskálar.“ Þetta ráð Rutar á einnig mjög vel við á almennum heimilum, sérstaklega ef skápapláss er ekki mikið.

Eyjuskenkurinn var smíðaður á móti innréttingunni sem rammar þannig inn …
Eyjuskenkurinn var smíðaður á móti innréttingunni sem rammar þannig inn eldhúsið og gefur aukið borðpláss. mbl.is/Gunnar Sverrisson


„Flestir vilja gera vel við sig og elda góðan mat þegar þeir koma í sumarhús. Það skiptir því meginmáli að búa eldhúsin vel út og spara ekki í borðbúnaði og græjum. Í raun eru því svipaðar reglur sem gilda um eldhús í sumarhúsum og á heimilum. Í sumarhúsum þarf jafnvel að gera ráð fyrir að fleiri komi að matseldinni. Margir sem leigt hafa sér sumarhús þekkja vonbrigðin þegar eldamennskan hefst og varla er til einn hnífur með biti, eða sómasamleg skál undir salatið.“

Þegar Rut er spurð um hvað henni finnst mikilvægast við hönnun á eldhúsum er hún fljót til svars enda hefur hún hannað mörg einstaklega falleg eldhús: „Í raun gilda sömu lögmál við hönnun eldhúsa og annarra rýma, þ.e. það þarf að vera skipulagt að því sem þar fer fram, lýsing þarf að vera góð og efnin falleg og praktísk. En það sem gerir kannski hönnun á sumarbústöðum jafnvel enn skemmtilegri er að þar getur maður frekar sleppt sér í lita- og efnisvali og leyft sér að fara óhefðbundnari leiðir í útfærslum. Það skiptir mig alltaf miklu máli að vera með fallega hluti í kringum mig, alveg sama hvort það er á heimilinu eða í sumarhúsinu. Mér finnst ekki spennandi að fylla sumarhúsið með gömlu dóti sem búið er að þjóna sínu hlutverki á heimilinu.“

Hlöðudraumar. Húsið minnir að mörgu leyti á hlöðu og fellur …
Hlöðudraumar. Húsið minnir að mörgu leyti á hlöðu og fellur vel að umhverfinu. mbl.is/Gunnar Sverrisson
Takið eftir að byggt hefur verið yfir stigann fyrir framan …
Takið eftir að byggt hefur verið yfir stigann fyrir framan eldhúsið svo hægt er að loka og nýta plássið sem borð. mbl.is/Gunnar Sverrisson
Rut Kára er útsjónarsöm og spáir í hvern sentimetra.
Rut Kára er útsjónarsöm og spáir í hvern sentimetra. mbl.is/Gunnar Sverrisson
Rut gaf út bókina Inni 2015.
Rut gaf út bókina Inni 2015. Gunnar Sverrisson/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert