Svona var lagt á borð fyrir frægasta fólk heims

Takið eftir nafnspjöldunum. Anna Wintour, ritstjóri Vogue, var meðal gesta …
Takið eftir nafnspjöldunum. Anna Wintour, ritstjóri Vogue, var meðal gesta enda ákaflega áhrifamikil. mbl.is/Skjáskot Vogue

Met Gala fór fram í Metropolitan 2. maí en Met Gala er haldið á Metropolitan Museum of Art-safninu í New York. Viðburðurinn er sá stærsti og mest áberandi í tískuheiminum hvert ár en mikið er lagt upp úr klæðnaði stórstjarnanna sem viðburðinn sækja sem og alla umgjörð veislunnar. Vogue birti nýlega myndir af borðbúnaði og skreytingum kvöldsins en í ár var japanski hönnuðurinn Rei Kawakubo heiðruð svo leitast var eftir að láta japanska strauma leiða skreytingar kvöldsins. Einnig voru japönsk áhrif áberandi í matseðlinum. Blómin þóttu áberandi falleg og sake-bollarnir komu með skemmtilega skírskotun til Japans. Meðal gesta sem gæddu sér á mat af diskunum voru Rihanna, Gigi Hadid, Katy Perry, Kendall Jenner, Celiene Dion, Courney Love, Gisele Bündchen, Jennifer Lopez og svo mætti lengi telja.

Stólarnir eru líklega það sísta við borðið en hafa þó …
Stólarnir eru líklega það sísta við borðið en hafa þó skírskotun til Japans. mbl.is/Skjáskot Vogue
Diskarnir eru guðdómlegir en kosta sitt.
Diskarnir eru guðdómlegir en kosta sitt. mbl.is/Skjáskot Vogue

Matardiskarnir eru ákaflega fallegir en þeir kosta 8.400 krónur stykkið og þá má panta hér

Hnífapörin eru einstaklega smart og kosta skilding. Þau koma í setti með 24 hlutum og kosta 56.000 krónur. Hnífapörin má sérpanta hér.

Takið eftir blómahringjunum á veggjunum.
Takið eftir blómahringjunum á veggjunum. mbl.is/Skjáskot Vogue
Ekki er mikið pláss á borðum til að leggja frá …
Ekki er mikið pláss á borðum til að leggja frá sér veski eða aukaglas. mbl.is/Skjáskot Vogue
mbl.is/Skjáskot Vogue
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert