Grilluð kengúrulund með trufflubernaise

Jón keypti sér nýtt grill fyrir sumarið.
Jón keypti sér nýtt grill fyrir sumarið. Mbl/Kristinn Magnússo

Jón Kristinn Jónson myndi grilla morgunmatinn sinn ef hann hefði tök á því. Jón keypti sér nýlega egg (steypujárnsgrill) og stefnir á að grilla sem mest í sumar.  Jón bauð félögunum í mat og vígði nýja grillið sitt í vikunni. Þeir grilluðu kengúrukjöt, sem hefur ríkt villibráðarbragð og er bragðbest ef það fær að marinerast í kröftugri marineringu í góðan tíma.

Grilluð kengúrulund með trufflubernaise.
Grilluð kengúrulund með trufflubernaise. Mbl/Kristinn Magnússon

Rauðvínsmarineruð kengúrulund fyrir 4

1,2 kg kengúrulund (fæst í Nettó)

Marinering
1 dl kröftugt rauðvín
4 hvítlauksrif, pressuð
½ dl saxað ferskt krydd s.s. timían
½ tsk. svartur grófmalaður pipar 

Öllu blandað saman og kjötið sett í marineringu í 2 klst.

Kjötið er sett í souse vide-eldun í 2 klukkustundir við 56 gráður.

Því næst er kjötið tekið úr pokanum og leyft að jafna sig örlitla stund. Á þessari stund þarf að vera búið að hita upp kolagrillið eða funheita pönnu til að loka kjötinu og fá grillhúð.

Næst er kjötið tekið og sett á grillið til að ná smá bruna á kjötið.

Truffluð bernaise í blandara

600 g smjör ósaltað, brætt
6 eggjarauður
6 msk. fáfnisgras (estragon)
2 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. límónusafi
1 msk. bernaise-essens
1 msk. truffluolía

Bræðið smjörið. Þeytið eggjarauðurnar vel í blandaranum. Hellið smjörinu mjög varlega saman við. Bætið essensinum, olíunni og límónusafanum við. Kryddið eftir smekk og hrærið saman. Athugið að smjörið þarf að kólna aðeins og ná stofuhita áður en því er hellt saman við.

Ef hita á sósuna upp þarf að gera það hægt svo að hún skilji sig ekki.

Meðlæti: Grasker sem er skorið í grófa bita og kryddað með chilli-kryddi og bakað í ofni við 200 gráður í 25 mínútur eða þangað til graskerið er mjúkt í miðjunni.

Eldað grænmeti: Sveppir, spergilkál, rauðlaukur, paprika, klípa af smjöri, salt og pipar. Eldað á pönnu þangað til tekist að mýkja en varist að ofelda.

Drykkur: Rauðvín. Jón mælir með kröftugu, bragðmiklu rauðvíni.

Það var smart lagt á borð hjá Jóni.
Það var smart lagt á borð hjá Jóni. Mbl/Kristinn Magnússo
Skálað í boðinu.
Skálað í boðinu. Mbl/Kristinn Magnússo
Ríkt villibráðarbragð er af kjötinu.
Ríkt villibráðarbragð er af kjötinu. Mbl/Kristinn Magnússo
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert