Lena Dunham tók matarræðið í gegn

Þessi mynd af leikkonunni er síðan í apríl og sýnir …
Þessi mynd af leikkonunni er síðan í apríl og sýnir vel hversu geislandi hún er eftir að gosdrykkir og franskar hættu að vera uppistaðan í mataræði hennar. mbl.is/AFTP/Mike Coppola

Leikkonan og þáttaframleiðandinn Lena Dunham hefur grennst mikið síðustu mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs velta sér mikið upp úr ástæðunni og vilja einhverjir þeirra meina að Dunham hafi loks gefist upp á Hollywood-stöðlunum og grennt sig niður í viðurkenndari stærð. Leikkonan segir það vera af og frá en Dunham þjáist af legslímuflakki sem hún hefur tjáð sig opinskátt um. Hún segist þreytt á vangaveltum fjölmiðla og hefur tjáð sig á Twitter um að ástæða þess að hún hafi lést sé fyrst og fremst sjúkdómurinn, vanlíðanin og mikill svefn sem fylgir. Sjúkdómurinn veldur ógleði auk þess sem hún þjáist að kvíðaröskun. Hún hefur þó einnig grínast með að hún hafi hætt að geta borðað eftir að Trump varð forseti. Leikkonan leggur því mikla áherslu á að hún hafi ekki farið í megrun og hafi verið mjög sátt með líkama sinn áður en hún grenntist. „Ég fór ekki í megrun,“ er meðal þess sem hún hefur ítrekað tekið fram á samfélagsmiðlum.

Lena Dunham lítur stórkostlega vel út.
Lena Dunham lítur stórkostlega vel út. mbl.is/Skjáskot manrepeller.com

Dunham breytti mataræði sínu einnig mikið fyrir nokkrum mánuðum sem hlýtur að hafa mikið að segja auk þess sem hún fór að æfa hjá stjörnuþjálfaranum Tracy Anderson. Í febrúar kom út matreiðslubókin One Part Plant en inngangsávarp bókarinnar er eftir leikkonuna þar sem hún lýsir hvernig hún lærði að borða upp á nýtt með hjálp höfundar bókarinnar. Bókin vinsæla er eftir Jessicu Murnane sem einnig þjáist af legslímuflakki. Matarræðið er talið hafa mikil áhrif á sjúkdóminn og því tók Dunham sig á hvað það varðar með hjálp Murnane.

Lena segir að þótt hún drekki ekki né neyti vímuefna sé hún langt frá því að vera engill í mataræði. „Líf mitt er barátta milli þess sem bragðast rétt fyrir mér og þess sem er rétt fyrir mig. Jafnvel þótt ég kalli mig grænmetisætu þá er grænmeti ekki uppistaðan í mataræði mínu heldur hafa franskar, Sprite og veganpylsur í risastórum þykkum pylsubrauðum verið það sem ég lifði á. Kærastinn minn lýsir matarvali mínu eins og 3 ára barns með kreditkort,“ segir Dunham í aðfararorðum bókarinnar. Hún segir að í kjölfar sjúkdómsgreiningar sinnar hafi hún gert sér grein fyrir að breytingar á mataræði hennar myndu hjálpa henni í baráttunni við að ná betri heilsu. Það hafi þó vissulega verið erfitt því enginn sem er illa á sig kominn, stressaður og reiður vill láta taka af sér uppáhaldsmatinn sinn. Jessica Murnane hafi verið henni himnasending og í raun hafi hún lært að borða upp á nýtt með hennar hjálp. Sem dæmi sé hún hætt að borða gríska jógúrt með hálfri dollu af hunangi og borði nú kókosjógúrt með krömdum berjum og fræjum. Breytingin var erfið en hún tók eitt skref í einu að eigin sögn og reif sig ekki niður fyrir að mistakast. Dunham einbeitti sér því að því að borða eins náttúrulegt og unnt er og nota náttúrulegri snyrtivörur þar sem mikið magn af kemískum efnum í líkamann sé engum hollt. Leikkonan segist einnig kaupa inn eftir fæðutegundum sem mælt er með í bókinni þar sem náttúrulegt og óunnið hráefni er í hávegum haft. Við á Matarvefnum segjum vel gert vinkona!

mbl.is/Jessica Murmane
Þetta er konan sem kenndi Lenu Dunham að borða. Vel …
Þetta er konan sem kenndi Lenu Dunham að borða. Vel gert Jessica Murnane! mbl.is/Jessica Murmane
Ég fór ekki í megrun, gæti Dunham verið að segja …
Ég fór ekki í megrun, gæti Dunham verið að segja hér. Þessi mynd er þó nokkuð gömul. mbl.is/skjáskot dailymail
Lena Dunham og mótleikkonur hennar úr þáttunum Girls prýða forsíðu …
Lena Dunham og mótleikkonur hennar úr þáttunum Girls prýða forsíðu tímaritsins Glamour fyrr á árinu. mbl.is/Skjáskot Glamour
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert