Er fnykur úr íþróttaskónum?

Slæm fótaumhirða og illa lyktandi skór eru engum til sóma.
Slæm fótaumhirða og illa lyktandi skór eru engum til sóma.

Lýðnetið kann ráð við nánast hverju sem er. Við fengum fyrirspurn um hvernig megi ná óþef úr æfingaskóm sem ekki þola þvott. Þar sem sviti og raki eru daglegir gestir í skónum er ekki ólíklegt að auk óþefsins sé hið fínasta bakteríupartý í skónum.

Hér koma nokkur af þeim ráðum sem við rákumst á.

1. Stráið matarsóda í skóna og látið liggja í skónum en efnið dregur í sig óþef. Hellið matarsódanum úr skónum – og/eða ryksugið upp úr þeim fyrir næstu æfingu. Einnig má strá matarsóda í æfingatöskuna með sama árangri (Good Housekeeping).

2. Setjið ferskan sítrónubörk ofan í skóna yfir nótt (WikiHow.com).

3. Nokkrir dropar af teatree-olíu ofan í skóna gefa þeim ferskan ilm en olían þykir einnig mjög sótthreinsandi og holl fyrir líkamann (Wikihow.com).

4. Setja þurrkublöð, nei ekki eins og á bílnum heldur dryersheets líkt og notuð eru í þvott, til að gefa ilm. Setjið eitt blað í hvorn skó yfir nótt. Dryersheets hafa fengist í Kosti og væntanlega munu þau fást í Costco (Howtoremovethat.com).

Lumar þú á fleiri ráðum? Sendu okku endilega á matur@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka