Hvernig á að versla í Costco?

Þetta stórdekkjaða hjól kostar rúmar 20 þúsund krónur í Costco.
Þetta stórdekkjaða hjól kostar rúmar 20 þúsund krónur í Costco.

Landsmenn bíða spenntir eftir opnun Costco og ekki síst hvort verðlagið muni standa undir væntingum. Verslunin er stór og matvara oftar en ekki seld í stórum umbúðum. Það er þó alls ekki algilt og alveg hægt að grípa einn pylsupakka þar ef svo ber við.

Gott er að gefa sér góðan tíma enda Costco ekki búð sem þú hleypur í gegnum, að minnsta kosti ekki í fyrstu skiptin. Mikilvægt er að muna að þótt verðið sé lægra er ekki ókeypis að versla þar þannig að blaðamaður greiddi tæpar fjörutíu þúsund krónur en inni í því voru meðal annars tvö björgunarvesti, hundamatur, matvara, tannhvíttunarefni, sundfatnaður og kampavín.

Það bar margt fyrir augun og það sem okkur þótti kannski merkilegast voru kanóar á rétt rúmar 30 þúsund krónur og svokallað fat-boy-hjól á 20 þúsund krónur.

Vín var ódýrt og kostaði kampavínsflaskan fjögur þúsund krónur, Nutribullet-matvinnslugræjan kostaði sjö þúsund og barnabílstólar frá tíu þúsund krónum. Níðþungt mortel úr náttúrusteini kostaði 1.500 krónur og erlendar matreiðslubækur kostuðu í kringum 2.000 krónur. Þessi verð eru sem áður segir í Bandaríkjunum en verða vaflaust hærri hér þar sem við bætist tollur og flutningsgjöld. Einnig er rétt að benda á að aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta verslað áfengi í Costco hérlendis.

Við hér á matarvefnum munum að sjálfsögðu fylgjast með opnun Costco og færa ykkur fregnir af því hvort verðið standi undir væntingum og hvernig vöruúrval verði boðið upp á hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert