MS boðar byltingu með sykurreyr

Guðný Steinsdóttir er alsæl með nýju fernurnar sem fara mun …
Guðný Steinsdóttir er alsæl með nýju fernurnar sem fara mun betur með umhverfið en forverar þeirra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Samfélagið gerir kröfur um að fyrirtæki séu ábyrg í umhverfismálum og raunar eru allir orðnir sér vel meðvitaðir um skyldurnar sem á okkur hvíla um góða umgengni við náttúruna,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Fyrirtækið setti nýverið á markað nýja gerð mjólkurferna sem eru umhverfisvænni en áður.

Það sem nú telst til tíðinda er að plastið sem notað er í tappann á mjólkurfernum og á innra byrði fernunnar er unnið úr plöntum í stað olíu áður. Umbúðirnar eru þær umhverfisvænstu sem völ er á

„Plastið í tappanum á mjólkurfernum er úr sykurrreyr sem gróðursettur er á rýru beitilandi. Hverja plöntu er hægt að nýta til uppskeru í 5-7 ár áður en planta þarf nýrri. Með þessari nýju aðferð er ekki gengið á takmarkaðar jarðefnaauðlindir við framleiðsluna og á sama tíma er dregið úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið,“ segir Guðný Steinsdóttir þegar hún lýsir helsta muninum milli nýja plastsins og þess hefðbundna.

Ari Edwald Forstjóri MS er að vonum ánægður með nýju …
Ari Edwald Forstjóri MS er að vonum ánægður með nýju fernurnar sem fara betur með lífríkið. mbl.is/Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert