Næringarfræðingur varar við ofurstærðum í Costco

Þessi kílóapoki er meðal þess sem Costco býður upp á …
Þessi kílóapoki er meðal þess sem Costco býður upp á víða um heim. Ekki hefur fengist staðfest hvort pokinn fáist hérlendis.

Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon heldur úti Facebook-síðunni Hollari matarinnkaup þar sem hann deilir reglulega sniðugum innkauparáðum. Nýjasta færslan á síðunni varar þó við því að kaupa óhollan mat í yfirstærðum. Í samtali við Matarvefinn segir Geir að það sé ekkert óeðlilegt að leyfa sér óhollari mat við og við en mikilvægt sé að passa skammtastærðirnar og fylla ekki eldhússkápana af óhollustu.

„Holl matarinnkaup fagna komu Costco til Íslands og vonar að nú hafi Íslendingar betri aðgang að hollum, næringarríkum og ódýrum mat.

En elsku Íslendingar gætið ykkar á "super-size"-matvörunum sem boðið er upp á þarna. Það segir sig sjálft að við neytum meira af óhollustunni ef hún er "super-size"!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert