Grillaður beikonaspas, trylltur á borgarann

Grillaður beikonvafinn aspas er dásamlegt gúmmelaði sem passar vel með …
Grillaður beikonvafinn aspas er dásamlegt gúmmelaði sem passar vel með hamborgurum. mbl/TM

Það er mikilvægt að prófa nýtt meðlæti til að hressa upp á uppáhaldsaðalréttina. Þessi aspas er ákaflega fljótlegur, virkilega góður og hentar vel með grillmatnum eða í brönsinn.

1 búnt ferskur aspas
2 bréf gott beikon

Skolið aspasinn vel og þerrið. Skerið neðsta hlutann af og varist að hafa trénaðan hluta með. Það er gott ráð að beygja aspasinn og sjá hvar hann brotnar. Hann brotnar aðeins fyrir ofan trénaða hlutann.

Vefjið 1 beikonsneið þétt utan um hvern stilk.
Grillið uns beikonið verður stökkt.
Ekki þarf að krydda því saltið kemur úr beikoninu.

Mjög gott sem meðlæti eða smáréttur með köldum bjór á …
Mjög gott sem meðlæti eða smáréttur með köldum bjór á pallinum. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert