Sturlað góðar núðlur Halldórs

Sobu-núðlurnar hans Halldórs eru hreinn unaður.
Sobu-núðlurnar hans Halldórs eru hreinn unaður. mbl.is/Íris Ann

Halldór, matreiðslumaður á Heilsustofnuninni Hveragerði, ber ábyrgð á guðdómlegum matnum þar á bæ. Það er iðulega þétt setið í matsalnum og fjöldi fólks kemur keyrandi úr hverfinu eða hreinlega úr nærliggjandi sveitum og Reykjavík til að borða matinn hans Halldórs. 

Soba-núðlusalat


1 pakki soba-núðlur
1/2 hvítkálshaus ekki of stór
1 meðalstór brokkólíhaus
2 - 3 gulrætur
6 vorlaukar
2 msk. svört sesamfræ
Núðlur eru soðnar eftir leiðbeiningum á pakka og snöggkældar.
Hvítkál er rifið mjög fínt á mandólíni.
Brokkólí tekið í sundur smátt og snöggsoðið í léttsöltu vatni ca. 1 mín. og kælt.
Gulrætur eru rifnar niður með rifjárni.
Vorlaukarnir eru skornir smátt niður.
Sesamfræ ristuð á pönnu þangað til þau fara að poppa.

Öllu blandað saman ásamt dressingu.

Dressing
2 msk. lime-safi
2 msk. sojasósa low sodium
1 msk. agave eða hunang
1 msk. maukaður engifer
1 msk. sesamolía
1 msk. rauður chili smátt skorinn eða 1/2 msk. sambal oelek
Smá svartur pipar

Allt sett í skál og hrært saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert