Svona eru afmælisterturnar í Costco

Kökuskreytingafólkið stóð í ströngu í morgun.
Kökuskreytingafólkið stóð í ströngu í morgun. mbl.is/

Mikið hefur verið rætt um bakaríið í Costco en þar starfar fjöldi manns við bakstur og kökuskreytingar. Daglega er hægt að velja úr afmælistertum sem rjúka út og einfalda án efa líf margra. Samkvæmt samfélagsmiðlum eru terturnar að vekja mikla lukku ekki bara meðal barna heldur einnig á vinnustöðum. Stórar afmælistertur kosta 3.899 krónur. Einnig má kaupa óskreyttar tertur fyrir þá listamenn sem vilja skreyta herlegheitin sjálfir.

Við á Matarvefnum höfðum ekki bragðað terturnar en samkvæmt óformlegri könnun á samfélagsmiðlum eru þær ágætar, með sultu á milli en einhverjir höfðu orð á því að þær væru helst til of sætar. „Betty Crocker á sterum,“ sagði leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir aðspurð en hún er annálaður kokkur og sælkeri. Ein móðir sagði afmælistertuna hafa gert litla lukku og eitt barnanna hafi spurt hvort tertan væri úr leir. Aðrir mæltu með Rauðu flauelstertunni (red velvet) og sögðu hana mjög góða en helst til ljóta.

mbl.is/
Óskreytt fyllt hvít svampterta með sultu á milli.
Óskreytt fyllt hvít svampterta með sultu á milli. mbl.is/
mbl.is/
Red velvet eða flauelsterta þótti nokkuð góð hjá Costco.
Red velvet eða flauelsterta þótti nokkuð góð hjá Costco. mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert