Fegraðu eldhúsið með flísum

Hér eru flísarnar hvítar en veggurinn og skáparnir dökkbláir. Gríðarlega …
Hér eru flísarnar hvítar en veggurinn og skáparnir dökkbláir. Gríðarlega vel heppnað. Ljósmynd/Apartment Therapy

Flísar geta gert ótrúlega mikið fyrir eldhús og þá ekki síst ef ákveðin hugdirfska einkennir valið og farið er ögn út fyrir þægindarammann. Auðvitað er lykilaðtriði að valið hæfi smekk en geómetrísk form hafa verið sérlega vinsæl undanfarin misseri og eins er fiskibeinamynstrið mjög vinsælt.

Reynið þó ávallt að velja flísar sem munu eldast vel í eldhúsinu enda ekki gott að fá leið á þeim strax. Flísar kosta skildinginn og því ber að vanda valið vel.

Ef þú ert með gamalt og lúið eldhús er oft hægt að „redda“ því á frábæran hátt án þess að þurfa að rífa allt út og kosta til miklu. Þannig er hægt að mála skápahurðir, skipta um eldhúsbekk og flísaleggja milli bekkjar og efri skápa.

Hér eru góð dæmi um sérlega smart eldhús með fallegum flísum en takið eftir að þessi eldhús eiga það öll sameiginlegt að flísarnar eru ekki látnar enda í beinni línu heldur fær formið að njóta sín til fullnustu sem kemur frábærlega út.

Hér má sjá sægrænar sexhyrndar flísar sem koma ótrúlega vel …
Hér má sjá sægrænar sexhyrndar flísar sem koma ótrúlega vel út. Ljósmynd/Apartment Therapy
Hér má sjá hvernig flísarnar skera sig út og fegra …
Hér má sjá hvernig flísarnar skera sig út og fegra eldhúsið. Ljósmynd/Apartment Therapy
Einfalt en gerir mikið fyrir eldhúsið.
Einfalt en gerir mikið fyrir eldhúsið. Ljósmynd/Apartment Therapy
Fiskibeinamynstur á veggnum setur sterkan svip.
Fiskibeinamynstur á veggnum setur sterkan svip. Ljósmynd/Apartment Therapy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert