Ráða bara þjóna með heilabilun

Skjáskot af Yahoo! Japan

Veitingastaðir eru margir og mismerkilegir en þessi kemst klárlega á blað með þeim snjallari. Um er að ræða tveggja daga pop-up-veitingastað sem kallast The Restaurant of Order Mistakes (sem er tilbrigði við bókina The Restaurant of Many Orders) og opnaði í Tókýó á dögunum. 

Markmiðið: Að ráða eingöngu þjóna með heilabilun.

Það var því vitað að stórar líkur væru á að pantanir væru vitlaust afgreiddar en vitneskjan um að slíkt geti gerst breytir stórlega upplifun viðskiptavinarins af mistökunum. Tilgangurinn var að bæta skilning fólk á heilabilun og skynjun fólks sem þjáist af ýmiss konar sjúkdómum sem hafa árhif á minni. Þeir sem þjáist af heilabilun geti enn verið á vinnumarkaðinum en nærgætni sé þörf vegna takmarkana þeirra.

Veitingastaðurinn var opinn frá 2.-4. júní og tókst svo vel að til stendur að endurtaka leikinn í haust þegar alþjóðlegi Alzheimerdagurinn verður haldinn 21. september.

Matarbloggarinn Mizuho Kudo heimsótti veitingastaðinn og skemmti sér konunglega. Hún pantaði sér hamborgara en fékk gyoza-dömplinga í staðin. Hins vegar smakkaðist maturinn dásamlega og Kudo hafði sérstaklega á orði að hún hefði sjaldan séð jafnbrosmilda þjóna.

Skjáskot af Yahoo! Japan
Skjáskot af Yahoo! Japan
Skjáskot af Yahoo! Japan
Skjáskot af Yahoo! Japan
Skjáskot af Yahoo! Japan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert