Costco-kirsuberin sem allir eru sjúkir í

Kirsuberjaæði gengur yfir landið en þó vilja margir meina að …
Kirsuberjaæði gengur yfir landið en þó vilja margir meina að íslensku kirsuberin séu best en þau eru illfáanleg. mbl.is/TM

Kirsuber þóttu góð en nutu engra sérstakra vinsælda hér á landi fyrir tíð Costco. Berin voru dýr og sjaldgæf og náðu því aldrei að festa rætur almennilega fyrr en nú en fjölda verslanna hefur nú lækkað verð á berunum góðu auk þess sem ræktun á íslenskum kirsuberjum gengur vel.

Eitt af því sem vakið hefur hvað mesta hrifningu meðal Costco-félaga eru kirsuberin góðu og verðið á þeim. Svo vinsæl eru berin að heilu bílfarmarnir hafa selst og algengt er að samræður hefjist á því að inna viðmælandann eftir skoðun sinni á Costco-kirsuberjunum. 

En hvað eru kirsuber? Við tókum saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir um vinsælasta ber landsins:

Kirsuber er ávöxtur með steini og er skyldur plómum, ferskum og nektarínum. Hann er alla jafna í boði frá júní fram í ágúst og því ljóst að Íslendingar þurfa að finna sér nýtt uppáhaldsber í haust.

Útlit og áferð: Til eru nokkrar ráðandi gerðir af kirsuberjum á borð við Bing, Lambert og Sweetharts. Tegundin skiptir þó ekki öllu heldur skal leita að þrýstnum og þéttum berjum með glansandi áferð. Einnig er mikilvægt að stilkurinn sé grænn.

Geymsla: Geymið kirsuberin óþvegin með stilkinn áfastan í allt að viku. Þvoið berin rétt áður en borða skal berin þar sem vatnið getur mýkt berin þannig að þau rifni.

Steinhreinsun: Áttu ekki kirsuberja-steinhreinsigræju? Taktu þá stilkinn af og settu berið ofan á fínan sprautustút (láttu endann þar sem stilkurinn var snúa niður). Ýttu berinu ofan á sprautustútinn og þrýstu berinu niður. Við það ætti steinninn að stinga af hinum megin. Eins er hægt að nota fínan (en beittan) hníf og ná steininum þannig úr. Svo er líka hægt að borða bara berið í heilu lagi og taka steininn úr með gömlu góðu aðferðinni.

En njótið berjanna meðan þið getið...

Í Nettó fást sérstök box undir ber sem koma í …
Í Nettó fást sérstök box undir ber sem koma í veg fyrir að vatn liggi á þeim eftir skolun. Boxinu er ætlað að lengja líftíma berjanna. mbl/TM
Kirsuber og freyðivín eða kampavín er ákaflega vinsæl tvenna um …
Kirsuber og freyðivín eða kampavín er ákaflega vinsæl tvenna um þessar mundir. Við á Matarvefnum bíðum eftir að lekkerir barir taki upp á því að bjóða kirsuber sem barsnakk á seðlum sínum. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert