Flísarnar eins og nýjar – fyrir- og eftir-myndir

Hér má sjá flísarnar að þrifum loknum.
Hér má sjá flísarnar að þrifum loknum. Ljósmynd/Facebook

Eitt af þeim verkum sem mörgum þykja miður skemmtileg er að taka flísarnar í gegn og skrúbba þær í fyrra form. Til eru margar misgóðar aðferðir og alls kyns misgáfuleg hreinsiefni. Sumir nota tannbursta, aðrir svampa og enn aðrir festa naglabursta framan á borvélar.

Við rákumst á þessar fyrir- og eftir-myndir af flísum sem búið var að taka í gegn með frábærum árangri. Sú sem það afrekaði birti myndirnar á Facebook-síðu sinni og skrifaði: 

„Þrifdagurinn mikli í dag, samt nóg eftir. Ég þreif baðgólfið á fjórum fótum með Scrubstone og svampi, einnig eldhúsgólfið. Mjög gott hreinsiefni sem fæst í Bónus. Fyrir og eftir mynd."

Þó nokkrar umræður spunnust um ágæti Scrubstone en það er sagt bæði lyktarlítið og gott. Þá var einnig talað um bleika hreinsikremið sem fæst í Nettó og það sagt framúrskarandi. 

Svona litu flísarnar út áður en þrifin hófust.
Svona litu flísarnar út áður en þrifin hófust. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert