Maramaraborð á svipuðu verði og skurðarbretti

Hér má sjá hluta af settinu úr grillþáttum Matarvefsins sem …
Hér má sjá hluta af settinu úr grillþáttum Matarvefsins sem sýndir verða í júlí. Fuglinn ferski er frá Hrím en garðhúsgögnin frá Signature. Koddaverin utan um pullurnar eru frá HM Home ásamt gullpottinum. mbl.is/TM

Maramaraskurðarbretti hafa verið ákaflega vinsæl síðustu ár en kosta skilding. Fyrir stærri útgáfur af slíkum brettum er ekki óalgengt að sjá verð frá 15.000 til 25.000 krónur. Við brugðum á það ráð að hringja í nokkur fyrirtæki sem selja marmara og spyrja hvort hægt sé að kaupa afskurð eða láta saga í skurðarbretti en slíkt virðist ekki vera ódýrara. Vissulega má fá minni bretti ódýrari en marmari er dýrt efni og kostar því sitt. 

Matarvefurinn er um þessar mundir að taka upp grillþætti fyrir sumarið og var á „punt" rúnti að leita aö smart hlutum til að nota í þáttinn. Okkur var bent á verslunina Signature-húsgögn á Fiskislóð. Þar fundum við þetta fallega marmaraborð sem kostar á 19.920 (er á sumarverði) sem er í raun bara eins og skurðarbretti. Borðið er snilld sem hliðarborð við grillið og er þá í raun skurðarbretti á fótum en skera má beint á borðinu þó passa þurfi að þrífa það vel á milli. 


Borðið kemur í tveimur stærðum og þremur litum. Fóturinn er …
Borðið kemur í tveimur stærðum og þremur litum. Fóturinn er úr steypujárni líkt og er vinsælt í potta í dag og er því níðþungt sem hentar vel í íslenskri verðráttu. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert