Grillspjót með tígrisrækju í mangó

Ferskt mangó og brakandi stökkt salat er ákaflega gott með …
Ferskt mangó og brakandi stökkt salat er ákaflega gott með spjótunum. mbl.is/TM

Fljótlegur forréttur sem jafnvel rækjuhatarar munu borða! Ég veit allt um það því móðir mín hatar rækjur af mikilli sannfæringu en þó borðaði hún þennan rétt með bestu lyst.

Spjótin fyrir grillun
Spjótin fyrir grillun mbl.is/TM

Forréttur fyrir 4 

400 g tígrisrækja, pilluð (fæst frosin víða t.d. í Nettó og Hagkaup)
1 box smátómatar
Salat
Ferskt mangó

Marinering:
2 msk. appelsínumarmelaði eða mangóchutney
1 msk. ólífuolía
1 tsk. sítrónusafi
1/2 rautt chillíaldin, fræhreinsað og saxað
2 msk. ferskt kóríander, saxað

Öllu blandað saman í skál. 
Rækjurnar eru látnað liggja í leginum í 1-24 tíma.

Appelsínujógúrtsósa
200 g grísk jógúrt
2 msk. appelsínusafi
1 msk. appelsínumarmelaði eða mangóchutney
1 msk. ferskt kóríander saxað
Chillíflögur ef vill 
Öllu hrært saman.

Þræðið rækjurnar upp á spjót ásamt einum konfekttómat og grillið í 8 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjötið skiptir um lit og verður hvítt. 

Berið fram með fersku spínati, fersku mangó og jógúrtsósu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert