Pabló-diskóbar lofar fundarlaunum

Harmi slegnir! Gunnsteinn Helgi Maríusson og Samúel Þór Hermannson vonast …
Harmi slegnir! Gunnsteinn Helgi Maríusson og Samúel Þór Hermannson vonast til þess að þjófarnir skili fuglunum. mbl.is/

Gunnsteinn Helgi Maríusson og Samúel Þór Hermannsson eru harmi slegnir eftir að ótíndir þjófar stálu sérinnfluttum flamingófuglum staðarins. Fuglarnir fögru fengu mikla athygli en ekki var óalgengt að sjá hressa bargesti mynda sig með fuglunum en nú hefur gamanið gengið of langt.

„Þetta er orðið ástand, en búið er að stela öllum flamingófuglunum okkar. Það var langt ferli að finna réttu fuglana og Sammi sökkti sér í mikla rannsóknarvinnu til að finna réttu fuglana. Á endanum náðum við að ættleiða þá frá Suður-Ameríku en þeir eiga allir ættir að rekja inn í friðsælustu skóga Amazon,“ segir Gunnsteinn en hann, ásamt meðeigendum sínum og starfsfólki, er sleginn yfir uppákomunni.

Pablo Diskóbar er ekki hin sami eftir hvarf fuglana. Hér …
Pablo Diskóbar er ekki hin sami eftir hvarf fuglana. Hér má sjá einn þeirra á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/Árni Sæberg

„Þeir hétu Frida Kahlo, Castro & Pelé. Þau áttu heima á Pablo og pössuðu upp á staðinn en svo skyndilega eina helgina öllum að óvörum var einn fuglinn horfinn, sem við ætluðum varla að trúa þar sem þeir eru yfir metri á stærð og bleikir. Frida, sem var leiðtoginn í hópnum, hvarf fyrst og var gerð mikil leit að henni og óskiljanlegt hvernig menn komust með hana út úr húsinu sem var fullt af fólki. En svo strax helgina eftir, á örlagaríku laugardagskvöldi, var eins og tilverunni væri kippt undan fótum okkar því þá hurfu bæði Castro og Pelé sama kvöldið og enn óskiljanlegt hvernig menn komast óséðir með tvo stóra bleika loðna fugla úr húsi.“

Gunnsteinn segir ljóst að fagmenn hafi verið að verki. Þarna er um að ræða þaulskipulagðan verknað og hefur þessu verið líkt við vinnubrögð Dannys Oceans og félaga. Þrátt fyrir mikinn missi á meðal starfsfólks hefur þetta ekki haft eins mikil áhrif á viðskiptavini, því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við söknum þeirra mikið og það verður erfitt að fylla í þetta tómarúm því þessir fuglar eru ekki lengur til sölu og því ekki hægt að fá aðra eins.“

Aðspurðir segjast þeir félagar Gunnsteinn og Sammi munu launa þeim er skilar fuglunum heim ríkulega. „Við óskum eftir að finna þessa fugla og munum verðlauna þann sem getur gefið vísbendingar um hvar þeir eru niðurkomnir í dag. Þeir sem geta veitt upplýsingar um dvalarstað fuglanna sem leiðir til þess að þeir komist aftur heilir á húfi á Pablo-diskóbar verða verðlaunaðir af Pablo sjálfum. Hann mun bjóða hetju dagsins út að borða ásamt besta vini sínum á veitingastaðnum BURRO tapas + steak sem er á sama stað og diskóbarinn. Hægt er að koma nafnlausum ábendingum á Pablo@discobar.is“

Fuglarnir settu vissulega sinn svip á staðinn og voru kerfilega …
Fuglarnir settu vissulega sinn svip á staðinn og voru kerfilega festir niður með vír. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert