Nýtt veitingahús á Laugavegi slær í gegn

Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi staðarins, er einn fremsti kokkur landsins …
Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi staðarins, er einn fremsti kokkur landsins og hefur unnið fjölda verðlauna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veitingahúsið Sumac sérhæfir sig í líbanskri og marokkóskri matargerð en lítið hefur farið fyrir slíkri matargerð í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi staðarins er Þráinn Freyr Vigfússon, fyrrverandi þjálfari íslenska kokkalandsliðins. Matargerðin einkennist af eldgrilluðum mat þar sem framandi krydd, jógúrtsósa og marineringar, eggaldin, hummus, granateplakjarnar og almenn gleði eru í forgrunni.

„Hugmyndin hefur þróast síðan 2011 í það sem hún er í dag. Ég er búinn að hafa mikinn áhuga á þessari matreiðslu og langað að koma með eitthvað nýtt í veitingahúsamarkaðinn í Reykjavík,“ segir Þráinn en móttökurnar hafa verið stórgóðar og færri hafa komist að en viljað á prufukvöldum.

Hann segist vonast til að getað opnað staðinn formlega í næstu viku.

Staðurinn er hannaður af Hálfdáni Petersen og er skemmtilega hrár þótt ljósir leðurbekkir og gylltir lampar komi með hlýjuna á móti gráum steyptum veggjum. 

Sumac sækir innblástur innviða og andrúmslofts frá borginni Beirút í Líbanon, og nostalgíunni sem þar svífur yfir vötnum. Hið fína og fágaða mætir hinu hrjúfa og hrjóstruga, í borginni sem áður var nefnd París austursins,“ segir eigandinn en Sumac er staðsett á Laugavegi 28 þar sem Bunk bar var áður.

Hummus staðarins er silkimjúkur og kemur með grillaðri paprikukæfu og …
Hummus staðarins er silkimjúkur og kemur með grillaðri paprikukæfu og þunnu stökku brauði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Við barinn eru gylltir lampar sem ramma af sætaskipanina.
Við barinn eru gylltir lampar sem ramma af sætaskipanina. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Framandi krydd eru í forgrunni á staðnum.
Framandi krydd eru í forgrunni á staðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Miðja staðarins er langt barborð þar sem gestir geta fylgst …
Miðja staðarins er langt barborð þar sem gestir geta fylgst með eldamennskunni yfir opnum eldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Grillað blómkál með jógúrtsósu og granateplakjörnum.
Grillað blómkál með jógúrtsósu og granateplakjörnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Handgerðir íslenskir leirdiskar setja svip á staðinn.
Handgerðir íslenskir leirdiskar setja svip á staðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Staðurinn er hannaður af Hálfdáni Petersen.
Staðurinn er hannaður af Hálfdáni Petersen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Starfsfólkið segir móttökur staðarins ákaflega ánægjulegar.
Starfsfólkið segir móttökur staðarins ákaflega ánægjulegar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kolagrillið er hjarta staðarins.
Kolagrillið er hjarta staðarins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Stökkar kjúklingabaunir toppa hummusinn.
Stökkar kjúklingabaunir toppa hummusinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Eggaldin er vinsælt í persneskri matargerð.
Eggaldin er vinsælt í persneskri matargerð. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert