Flippað afmæliskerti fyrir fagurkera

Stundum er búið til dót sem maður hreinlega veit ekki hvað manni finnst um. Þetta kerti er meðal þess enda ekki mikið lagt upp úr fagurfræðinni í markaðssetningu vörunnar og því ekki lagt upp með að um sé að ræða fallegan hlut.

En því erum við ósammála.

Kertið sem um ræðir heitir Lótus-kertið og þegar á því er kveikt opnast það eins og lótusblóm og breiðir úr sér yfir kökuna. Við erum búin að liggja yfir þessu í góða stund og höfum komist að því að lykilatriðið sé að kertið passi við kökuna líkt og á myndinni fyrir ofan.

Kertið eitt og sér kann að líta einkennilega út en séu skreytingin og kakan í samræmi er um að ræða stórkostlegt sjónarspil. Kertið virðist hafa notið mikilla vinsælda lengi en einhverra hluta vegna höfum við aldrei rekist á það fyrr.

Eftir því sem við komumst næst er það ekki fáanlegt hér á landi en hægt er að panta það hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert