Tómatar verja húðina fyrir sólarskemmdum

Tóm­at­ar inni­halda andoxun­ar­efni á borð við lycopene en lycopene er …
Tóm­at­ar inni­halda andoxun­ar­efni á borð við lycopene en lycopene er sam­kvæmt rann­sókn­um eitt öfl­ug­asta andoxun­ar­efnið. mbl.is/islenskt.is

Tómatar eru sannkölluð ofurfæða en framboðið á íslenskum tómötum hefur aldrei verið meira. Gott húsráð varðandi tómata er að þeir eiga aldrei að geymast í kæli. Þeir verða miklu betri á bragðið og sætan kemur betur fram ef þeir eru geymdir við stofuhita.

Svo eru líka litlir munnar sem sjá þá betur á borðinu og næla sér í mun oftar fyrir vikið. Þetta á sérstaklega við um smátómatana þar sem þeir henta passa vel fyrir litlar hendur og munna.

Tóm­at­ar inni­halda andoxun­ar­efni á borð við lycopene en lycopene er sam­kvæmt rann­sókn­um eitt öfl­ug­asta andoxun­ar­efnið. Það ver húðina fyr­ir sól­ar­skemmd­um og dreg­ur úr lík­um á t.d. krabba­meini og hjarta­sjúk­dóm­um. Lycopene nýt­ist lík­am­an­um bet­ur þegar búið er að elda tóm­at­inn þannig að þá er til­valið að fá sér einn grillaðan, steikt­an eða bakaðan tóm­at með kvöld­matn­um. Smelltu hér til að sjá uppskrift af grilluðum tómötum frá Hrefnu Rósu.

C - vítamín þruma! holl og góð

  • 2  paprikur (rauðar, gular eða appelsínugular)
  • 1 handfylli kirsubjerjatómatar
  • ½ gúrka
  • safi úr ½  sítrónu
  • 0,3 lítrar kalt vatn

Allt sett í blandara og blandað vel.

Höfundur uppskriftar: Margrét Leifsdóttir

Tómatar eru vítamínþruma sem hollt er að borða daglega.
Tómatar eru vítamínþruma sem hollt er að borða daglega. mbl.is/

Vissir þú..

  • að mest má finna af næringarefnum í vökvanum í tómatinum sem umlykur fræin? Því er mikilvægt að sá vökvi sé hafður með í matreiðslunni. 
  • að bragðgæði íslensku tómatanna eru til komin vegna þess að þeir eru ræktaðir með íslensku vatni og fá að þroskast að fullu á plöntunni?
  • að fyrstu íslensku tómatarnir voru ræktaðir að Reykjum í Mosfellssveit 1913?
  • að íslenskir tómatar eru mjög trefjaríkir sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigði meltingarkerfisins?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert