Hefur þú smakkað svananas?

Ljósmynd: gusfacegrillah.com

Nýjasta æðið í grillheiminum í dag hefur hlotið hið vandaða heiti svananas (e. swineapple) og þykir í senn ótrúlega úthugsuð bragðsamsetning og mögulega til þess fallið að bylta nútímagrillmennsku eins og við þekkjum hana.

Hér er mögulega fulldjúpt í árinni tekið en fyrir þá sem elska ananas og beikon er þetta mögulega hin fullkomna grillmáltíð.

Aðferðin er í senn nokkuð auðveld og býður upp á persónulega útfærslu. Í grunninn er svananasinn ananas sem búið er að hola vel að innan. Hægelduðu svínakjöti er komið fyrir þar inni og síðan er ananasinn vafinn með þykku beikoni og vel kryddaður með chili-kryddi, salti og papriku. Notið vel af kryddi.

Síðan er það kryddlögurinn en hann samanstendur af:

  • 1 bolli ananassafi
  • 3 bollar púðursykur
  • Sriracha sósa - góð kreista

Svo er bara að grilla herlegheitin og njóta vel.

Og já... hægt er að rífa svananasinn niður og borða eða bera fram með taco.

Dásemdin ein!!!

Ljósmynd: gusfacegrillah.com
Ljósmynd: gusfacegrillah.com
Ljósmynd: gusfacegrillah.com
Ljósmynd: gusfacegrillah.com
Ljósmynd: gusfacegrillah.com
Ljósmynd: gusfacegrillah.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert