Sporðdrekasósan er 20 sinnum sterkari

Ljósmynd: Tabasco

Áhugafólk um bragðsterk matvæli getur formlega haldið árshátíð sína á næstunni en í gær var sett á markað ný tegund af Tabasco-sósunni góðu sem hlotið hefur hið virðulega nafn: Sporðdrekasósan. 

Er sósan sögð tuttugu sinnum sterkari en hefðbundin Tabasco-sósa og þykir víst mörgum nóg um. Fær sósan 50 þúsund stig á Scoville-skalanum sem almennt er notaður sem viðmið sem er sagt ígildi þess að japla á hráum chayenne-pipar. 

Sósan er gerð úr sporðdrekapipar ásamt guava og ananas. Þykir hún afskaplega bragðgóð og við bíðum spennt eftir komu hennar hingað til lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert