Mangósalsa, fullkomið með grillmatnum

Salsað er guðdómlegt með grilluðum fisk og kjúklingi.
Salsað er guðdómlegt með grilluðum fisk og kjúklingi. mbl.is/alberteldar.com

Matgæðingurinn Albert Eiríksson kíkti í Eyjafjarðarsveit fyrir skemmstu þar sem hann krækti í þessa sumarlegu uppskrift sem passar vel með grillmat eða ofan á hrápizzubotna.

„Veitingastaðurinn Silva er steinsnar frá Akureyri til þess að gera og vel þess virði að fá sér bíltúr þaðan, enda er sveitin ægifögur og umhverfið búsældarlegt, blómlegt og minnir svolítið á heitari lönd,“ segir Albert alsæll með túrinn.

Mangó-salsa

1 bolli saxað mangó
1 bolli saxaður ananas
2 msk. sítrónusafi
1 ½ tsk. eplaedik
2 msk. gróft sinnep
¼ tsk. salt
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 búnt kóríanderblöð, söxuð
¼ bolli söxuð rauð paprika
¼ bolli saxaður blaðlaukur
¼ tsk. cayenne-pipar

Aðferð: Blandið öllu vel saman. Geymist í loftþéttu íláti í ísskáp í 5-6 daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert