Svona lítur Jamies Italian út

Gyllti salurinn er nánast óþekkjanlegur þó málverkið fræga í loftinu …
Gyllti salurinn er nánast óþekkjanlegur þó málverkið fræga í loftinu sé enn á sínum stað. mbl.is/Sigurjón Ragnar

Veitingahúsið Jamie's Italian opnaði fyrir skemmstu í veitingasal Hótel Borgar við Austurvöll. Veitingahúsið er hluti af veitingahúsakeðju stjörnukokksins Jamie Oliver. Við inréttingar og framkvæmdir þurfti að fylgja hinum ýmsu tilmælum frá Jamie Oliver sjálfum sem leggur mikið upp úr fallegu og fjölskylduvænu umhverfi.

„Jack De Wet, yfirhönnuður Jamie´s Italian og Jamie Oliver Restaurant Group hannaði allt skipulag og útlit staðarins og gaf okkur svolítið stemmninguna sem við áttum að leita eftir. Síðan tók við íslenskt hönnunarteymi við öllum teikningum og útlitspælingum frá þeim og hóf að leita að húsgögnum, ljósum, litum á veggina, flísum, propsi og öðrum sem passaði við þessa stemmningu. Í því hönnunarteymi voru Leifur Welding og Snædís Bjarnadóttir ásamt eigendum. Öll smíðavinna var þar auki í höndum JK hùsgögn,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn eiganda staðarins aðspurður um hvernig heildarútlit staðarins kom saman.
Það þarf engum að leiðast við þennan bar.
Það þarf engum að leiðast við þennan bar. mbl.is/Sigurjón Ragnar

Fyrir hönnunarunnendur er rétt að taka fram að ljósin eru
frá Restoration Hardware og Tom Dixon og húsgögnin eru frá Heimili og Hugmyndir, Restoration Hardware auk þess sem allir bekkir sérsmíðaðir hjá Alter London.

„Mesta áskorunin við hönnun og framkvæmdir var að fá allt samþykkt frá Jamie Oliver Restaurant Group og einnig að brjóta gatið á milli Gyllta Salarins og eldhússins. Þau þurfti að samþykkja allt sem við vildum kaupa inná staðinn hvort sem það voru flísar, húsgögn, ljós eða annað,“ segir Jón Haukur og því tóku framkvæmdir töluverðan tíma en allt var það vel þess virði því staðurinn er sankallað gúmmelaði fyrir augað.
mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is/Sigurjón Ragnar
Bekkirnir eru sérsmíðaðir hjá Alter London.
Bekkirnir eru sérsmíðaðir hjá Alter London. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Eitt borðanna svokallað chef's table er staðsett beint fyrir framan …
Eitt borðanna svokallað chef's table er staðsett beint fyrir framan eldhúsið svo gestir geta fylgst með matreiðslunni. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Ítalskar matvöru eru áberandi á staðnum.
Ítalskar matvöru eru áberandi á staðnum. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Bláir bekkirnir lyfta staðnum upp.
Bláir bekkirnir lyfta staðnum upp. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Matreiðslumenn og -konur staðarins hafa í nægu að snúast.
Matreiðslumenn og -konur staðarins hafa í nægu að snúast. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Takið eftir koníaksbleik-brúna sófanum.
Takið eftir koníaksbleik-brúna sófanum. mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is/Sigurjón Ragnar
Ljósin eru frá Restoration Hardware og Tom Dixon.
Ljósin eru frá Restoration Hardware og Tom Dixon. mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is/Sigurjón Ragnar
Gregory Mark Welburn yfirbarþjónn Jamie Oliver Group, Mario Sivelli yfirþjálfari …
Gregory Mark Welburn yfirbarþjónn Jamie Oliver Group, Mario Sivelli yfirþjálfari Jamie Oliver International, Sigrún Þormóðsdóttir, veitingastjóri og Jón Haukur Baldvinsson einn eiganda staðarins. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert