Þar sem kaffið kostar ekki krónu

Ekki amalegt að skála yfir sólarlaginu.
Ekki amalegt að skála yfir sólarlaginu. mbl.is/tekið af vef Hótel Breiðavíkur.

Mönnum er tíðrætt þessa dagana um verðlagningu um land allt á mat og drykk og sitt sýnist hverjum. Okkur rennur að þeim sökum blóðið til skyldunnar þegar við rekumst á staði út á landi sem koma gestum í opna skjöldu með sanngjarnri verðlagningu og frábæru viðmóti.

Hótel Breiðavík er einn þessara staða en þar hvílir værð yfir öllu og allt fas starfsfólks er með mildasta og jákvæðasta mótið. Tekið er vel á móti gestum og engu líkara er en að tíminn standi í stað. Við hvetjum þá sem eiga leið um Vestfirði og ætla að kíkja á Látrabjargið að gera sér ferð þangað.

Og það sem kom mest á óvart? Kaffið kostar ekki krónu! Gestum er það í sjálfvald sett hvort þeir borga fyrir það en ekki er ætlast til þess (þó flestir geri það). Viðmótið er yndislegt og við getum ekki annað en mælt með Hótel Breiðuvík og starfsfólki þess.

Sandstrendurnar í Breiðuvík eru hvítar eins og í Karíbahafinu.
Sandstrendurnar í Breiðuvík eru hvítar eins og í Karíbahafinu. mbl.is/tekið af vef Hótel Breiðavíkur.
Svæðið er virkilega fallegt.
Svæðið er virkilega fallegt. mbl.is/tekið af vef Hótel Breiðavíkur.
Kirkjan í Breiðuvík.
Kirkjan í Breiðuvík. mbl.is/tekið af vef Hótel Breiðavíkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert