Súkkulaðikakan sem fólk dreymir um

Ó elsku Dagbjört hvað þessi kaka er góð.
Ó elsku Dagbjört hvað þessi kaka er góð. mbl.is/ Dagbjört Þorsteinsdóttir

Dagbjört Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri kökusjoppunnar 17 sortir, er galdrakona þegar kemur að því að baka stórfenglegar tertur. Þessi súkkulaðibomba er sko engin undantekning. Við á Matarvefnum erum alla vega kolfallin og heltekin af kökuást á henni Dagbjörtu.

Botnar:

300 gr. Síríus konsum súkkulaði

3,5 dl. heitt og sterkt kaffi

3 egg

400 gr. sykur

2 dl matarolía

3,5 dl súrmjólk

1 tsk. vanilludropar

375 gr. hveiti

190 gr. gott kakó

2 tsk. matarsóti

1 tsk. lyftiduft

1 1/2 tsk. salt 

Hitið ofninn í 170°C

Brytjið súkkulaðið í skál og hellið heitu kaffinu yfir, hrærið samana þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þeytið egg og sykur vel saman, bætið olíu, súrmjólk og vanilludropum saman við og þeytið létt saman við. Sigtið saman hveiti, kakó, matarsóta, lyftiduft og salt og blandið varlega saman við deigið í nokkrum skömmtum. Hrærið súkkulaðikaffið út í deigið.

Skiptið deiginu í tvö smelluform sem eru 24 cm í þvermál, gott er að smyrja formin og setja bökunarpappír í botninn á formunum. Bakið í 50 - 60 mínútur. Stingið prjón í miðjuna á botnunum til að athuga hvort þeir séu fullbakaðir. Látið botnana kólna.

Krem:

2,75 dl rjómi

350 gr. Siríus konsum súkkulaði (gott að nota 56%)

2 msk. síróp

Hitið rjómann að suðu. Takið hann af hitanum og bætið súkkulaðinu í bitum og sírópinu saman við, hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Kælið kremið þar til það hefur þykknað. Leggið botnana saman með með kreminu og smyrjið kökuna að utan með kremi.

Gott er að bera kökuna fram með léttþeyttum rjóma og ferskum berjum.

Þessi súkkulaðibomba er fullkomin til að milda leiðinlegan rigningardag.
Þessi súkkulaðibomba er fullkomin til að milda leiðinlegan rigningardag. mbl.is/ Dagbjört Þorsteinsdóttir
Dagbjört Þorsteinsdóttir, ástríðubakari og rekstrarstjóri kökusjoppunnar 17 sortir.
Dagbjört Þorsteinsdóttir, ástríðubakari og rekstrarstjóri kökusjoppunnar 17 sortir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert