Mexíkó neyðist til að flytja inn avókadó

mbl.is/cookingclassy.com

Stærsta útflutningsland avókadó í heiminum þarf að flytja ávöxtinn inn þar sem verðið á því hefur hækkað svo mikið að almennir borgarar hafa ekki lengur ráð á að kaupa þá.

Efnahagsráðherra landsins, Ildefonso Guajardo, sagði að spurnin eftir avókadó um heim allan ylli því að verðið væri svona hátt. Svo virtist því sem eina lausnin væri að flytja inn ávöxtinn frá svæðum þar sem hann er ekki jafndýr.

Avókadó-æðið hefur haft mikil áhrif á efnahag Mexíkó og skapar nú meiri gjaldeyristekjur en olíuútflutningur landsins en Mexíkó er 13. stærsti olíuútflytjandi heims. Það hefur líka haft áhrif á verðið en kílóverðið á ávextinum er núna tæpar fimm hundruð krónur sem samsvarar launum fyrir heils dags vinnu á lágmarkslaunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert