Pítsufiskur sem reddar mánudeginum

Pítsafiskurinn klárast alltaf á mínu heimili.
Pítsafiskurinn klárast alltaf á mínu heimili. mbl.is/TM

Fiskur er ákaflega hollur og góður og í raun súperfæða. Ófáir einkaþjálfarar lofa fisk í bak og fyrir fyrir prótíninnihaldið og önnur góð næringarefni. En það er ekki nóg að fiskurinn sé hollur, hann þarf að vera góður líka. Hér sameinast fiskinum uppáhald margra, ostur og pítsusósa, sem endar í góðu mánudagspartíi. Við notum heimagerða pítsusósu. Sjá hér.

400 g steinbítur
3 dl pítsusósa
1/2 dl basilíka, fersk
1 dl fetaostur með sólþurrkuðum tómötum 
1 dl smátómatar
pítsukrydd
salt
pipar 

Saltið og piprið fiskinn og setjið í ofnfast mót. 
Hellið pítsusósunni yfir. 
Því næst eru það tómatar, svo fetaostur, basilíka og pítsukrydd. 
Bakið á 180°C og grilli í 15-20 mínútur eftir þykkt fisksins.

Gott er að bera fiskinn fram með salati og hrísgrjónum eða sætum kartöflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert