Sjarmerandi systur á barnum

Aldís og Bryndís taka brosandi á móti gestum á Rabbar …
Aldís og Bryndís taka brosandi á móti gestum á Rabbar barnum. mbl.is/TM

Í Mathöllinni Hlemmi eru ekki aðeins girnilegir veitingastaðir heldur leynist þar ákaflega sjarmerandi bar sem kallast Rabbar barinn og vísar ekki aðeins í rabarbarann góða. „Mér finnst skemmtileg að skapa umræðu. Nafnið er því vísun í rabb og nammibarinn okkar,“ 
segir Bryndís Sveinsdóttir, eigandi barsins.

Nammibarinn er sum sé girnilegur bar með fersku grænmeti beint frá bónda. „Mér finnst æðislegt að sjá börn velja sér litla tómata og annað grænmeti í poka,“ segir Bryndís sem bjó lengi í Danmörku þar sem Matarmarkaðir eru ákaflega vinsælir og fólk velur sér það ferskasta í bréfpoka til að hjóla með heim. „Allar umbúðir sem við erum með eru umhverfisvænar og við hvetjum fólk einnig til að koma með eigin poka.“

Vaktina á barnum stendur Bryndís ásamt systur sinni 
Aldísi en pabbi þeirra Sveinn húsasmíðameistari smíðaði allar innréttingarnar svo það er sjarmerandi fjölskyldubragur á litla barnum sem einnig selur súpur og samlokur. „Humarlokan er vinsælust en hún er með basildressingu, beikoni, humri og grænmeti og er svo grilluð. Súpurnar eru alltaf þrjár og allar gerðar frá grunni með íslensku grænmeti.“

Hvað rabarbarann varðar hefur uppskeran í ár verið nokkuð lítil svo Bryndís segist vilja auglýsa eftir rabarbara í bökur, sultur og grauta og hvetur fólk til að senda sér skilaboð á Facebook ef það vill selja rabarbara. „Við vonumst svo til að geta verið með rabarbarabjór og kokteila í framhaldinu ef við fáum vínveitingaleyfi,“ segir Bryndís með sjarmerandi brosi. Á barnum fást einnig blóm og ferskar kryddjurtir. Það er því tilvalið að koma við á barnum og velja krydd eða blóm og smá grænmeti í poka handa gestgjafanum næst þegar skundað er í boð.

Takið eftir fallegu dökkfjólubláu basilikunni.
Takið eftir fallegu dökkfjólubláu basilikunni. mbl.is/TM
Fersk blóm, kryddjurtir í pottum og pottaplöntur fást hjá þeim …
Fersk blóm, kryddjurtir í pottum og pottaplöntur fást hjá þeim systrum. mbl.is/TM
Tómatsúpan er gerð úr ferskum tómötum.
Tómatsúpan er gerð úr ferskum tómötum. mbl.is/TM
Kærkomin bar í miðborgina.
Kærkomin bar í miðborgina. mbl.is/TM
Aldís stendur vaktina með systur sinni enda nóg að gera …
Aldís stendur vaktina með systur sinni enda nóg að gera og Mathöllin ákaflega vinsæl. mbl.is7TM
Matarvefurinn nældi sér í þetta fallega grænmeti á barnum. Í …
Matarvefurinn nældi sér í þetta fallega grænmeti á barnum. Í kvöld verður svo sveitasalat! mbl.is/TM
Smælkið er afar vinsælt um þessar mundir.
Smælkið er afar vinsælt um þessar mundir. mbl.is/TM
Það er sniðugt að kippa með sér kryddplöntu í næsta …
Það er sniðugt að kippa með sér kryddplöntu í næsta matarboð. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert