Svalasti matsölustaður Kaupmannahafnar

Hægt er að sitja bæði úti og inni og útsýnið …
Hægt er að sitja bæði úti og inni og útsýnið er ekki amalegt. mbl.is/Instagram: PapirØen

Kaupmannahöfn er mikil matarborg og þar fór á dögunum fram mikil og skemmtileg matarhátíð þar sem meðal annars voru afhent Norrænu matarverðlaunin Embla í fyrsta skipti. Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá þeirri verðlaunaafhendingu þrátt fyrir góðar tilnefningar en það voru Færeyingar sem áttu kvöldið.

Sjá frétt mbl.is: Færeyingar fengu flest verðlaun.

Fjölmargir veitingastaðir buðu upp á sniðugar útfærslur þessa daga og óhætt er að segja að enginn fari svangur heim frá þessari fjölbreyttu og skemmtilegu matarborg.

Þó er það einn staður sem stendur upp úr og það er PapirØen og er það allra svalasta sem við höfum prófað lengi. Um er að ræða samansafn um 40 veitingastaða sem sérhæfa sig allir í götumat eða streetfood hvaðanæva úr heiminum. Úrvalið er mikið og spennandi og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. PapirØen er staðsett í vöruskemmu þar sem matarvögnum hefur verið komið fyrir – bæði inni og úti. Nóg er af sætum og hægt að panta borð á heimasíðunni.

Matarvefurinn mætti að sjálfsögðu og gerði góða ferð. Kóreskur götumatur varð fyrir valinu sem var skolað niður með rósavíni og gini. Stemningin er afskaplega afslöppuð en skemmtileg. Plötusnúðar spila, mannfjöldinn er mikill og gleðin við völd.

Við ráðleggjum öllum sem eru á leið til Kaupmannahafnar að gera sér ferð á PapirØen sem er staðsett beint á móti Nýhöfninni – rétt við íslenska sendiráðið.

Hér er hægt að nálgast heimasíðu PapirØen.

Hægt er að velja sér alls kyns mat og drykki …
Hægt er að velja sér alls kyns mat og drykki með. Úrvalið er endalaust. mbl.is/Instagram: PapirØen
Hægt er að kaupa framúrskarandi kokteila á PapirØen.
Hægt er að kaupa framúrskarandi kokteila á PapirØen. mbl.is/Instagram: PapirØen
Mikið úrval er af alls kyns eftirréttum.
Mikið úrval er af alls kyns eftirréttum. mbl.is/Instagram: PapirØen
Og kaffidrykkjum....
Og kaffidrykkjum.... mbl.is/Instagram: PapirØen
Það eru gleðidagar í Kaupmannahöfn og því nauðsynlegt að skála.
Það eru gleðidagar í Kaupmannahöfn og því nauðsynlegt að skála. mbl.is/Instagram: PapirØen
Danskt og dásamlegt.
Danskt og dásamlegt. mbl.is/Instagram: PapirØen
Hægt er að sitja úti í hægindastólum og njóta veðurblíðunnar.
Hægt er að sitja úti í hægindastólum og njóta veðurblíðunnar. mbl.is/Instagram: PapirØen
Stemningin er mikil eins og sjá má.
Stemningin er mikil eins og sjá má. mbl.is/Instagram: PapirØen
Hægt er að fá ferskar ostrur.
Hægt er að fá ferskar ostrur. mbl.is/Instagram: PapirØen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert