Nýtt stell og sturlaðar skálar frá Iittala

Takið eftir nýju Alvar Aalto-skálunum sem koma vel út á …
Takið eftir nýju Alvar Aalto-skálunum sem koma vel út á gráum diskum. mbl.is/Skjáskot Cafight

Lekkerliðið hjá finska framleiðandanum Iittala er í stuði þessa dagana en nýr litur í hinu vinsæla Teema-matarstelli frá þeim er nú væntanlegur í verslanir hérlendis á næstu dögum. Um er að ræða fallega gráan lit með óreglulegum skellum. Grái liturinn er nýr í Teema dotted en hvítt, svart og bláir litir hafa verið ríkjandi í línunni um árabil.

Grái liturinn er nýjasta viðbót Iittala við Teema-línuna.
Grái liturinn er nýjasta viðbót Iittala við Teema-línuna. mbl.is/Iitala

Þar að auki er von á nýju útliti á hinum geysivinsælu Alvar Aalto-skálum og vösum. Vasarnir hafa lengi vel verið kallaðir túlípanavasar hérlendis en nú er einnig að finna fallegar skálar sem gera hvaða morgunverð sem er að augnayndi. Glerskálarnar koma í dökkbláu, glæru, brúnu, gráu og grænu. Síðast en ekki síst koma einnig lægri skálar í rósagylltu sem munu án efa kveikja bál í hjarta bronsbrjálaðra lekkerkvenna og -karla. Já við erum vandræðalega spennt yfir skál! 

Rósa-gyllta skálin mun að öllum líkindum seljast upp ef marka …
Rósa-gyllta skálin mun að öllum líkindum seljast upp ef marka má brons-blæti landsmanna. mbl.is/Iitala
Teema dotted gray-diskar í samkurli við glæra diska frá sama …
Teema dotted gray-diskar í samkurli við glæra diska frá sama framleiðanda. mbl.is/Iitala
Alvar Aalto-vasinn er nú með aðeins breyttu sniði og fæst …
Alvar Aalto-vasinn er nú með aðeins breyttu sniði og fæst einnig í skálum. mbl.is/Iitala
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert