Besta veitingastað Danmerkur lokað skyndilega

CLOU birtist jafn skyndilega og hann hvarf.
CLOU birtist jafn skyndilega og hann hvarf. mbl.is/CLOU

Danski veitingastaðurinn CLOU hefur fengið gríðarlega mikið lof frá því að hann var opnaður árið 2012 og er margverðlaunaður í bak og fyrir. Staðurinn er með Michelin-stjörnu og var á sínum tíma opnaður sem andsvar við norrænu matarhefðinni sem virtist tröllríða öllu.

Það var því skiljanlega mörgum áfall þegar að staðurinn hvarf skyndilega eins og dögg fyrir sólu en honum var lokað án nokkurs fyrirvara. Ævintýrið er þó ekki úti enn því hann birtist daginn eftir á splunkunýjum stað. Skiljanlega kom uppátækið á óvart en maðurinn á bak við CLOU sagði ástæðuna í raun einfalda. Staðurinn hefði þurft rými til að vaxa enn frekar enda væri hann í stöðugri þróun eins og væri eðli slíkra veitingastaða þar sem maturinn væri í raun listform.

Nýja húsnæðið sé ólíkt og því sé þetta skemmtileg breyting og nauðsynleg þróuninni. Að auki segist Jonathan Berntsen, yfirkokkur og eigandi CLOU, ekki vera poppstjarna heldur kokkur og því þurfi hann vart að tilkynna ákvarðanir sínar eða fara hægt í breytingar. Hann hafi ekki skyldur gagnvart neinum og því sé þetta í góðu lagi.

CLOU er einungis opinn þrjá daga í viku og aðeins er boðið upp á kvöldmat.

Heimilisfang CLOU er nú:

CLOU
Øster Farimagsgade 8
København Ø.
+45 36 16 30 00
www.restaurant-clou.dk
info@restaurant-clou.dk

CLOU að utan.
CLOU að utan. mbl.is/CLOU
Maturinn þykir ævintýralegur.
Maturinn þykir ævintýralegur. mbl.is/CLOU
Trufflur að hætti CLOU.
Trufflur að hætti CLOU. mbl.is/CLOU
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert